Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 25

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 25
HEILSUVERND Dagbjört Jónsdóttir: Húsmæðraþáttur Bakstur úr heilhveiti. Enn hafa bæði brauð og kökur hækkað í verði. En nær- ingargildið eykst ekki með hækkuðu verði. Við höfum því ekki ráð á því að nota annað en það bezta og verðum að reyna að tryggja, að þessi og önnur matvæli séu eins hoil og næringarmikil og verða má. Fyrsta skilyrðið til þess er, að efnin til brauðgerðarinnar séu af beztu tegund. Eg hefi áður rætt um þýðingu hýðismjöls til brauðgerðar og getið þess, að nota megi kartöflur í brauðið. I 1. hefti 1950 voru fáeinar brauða- og kökuuppskriftir, og hér fara á eftir nokkrar í viðbót. Vil ég m. a. sýna með þeim, að hægt er að nota margar mjöltegundir í brauð og kökur, og einnig kart- öflur með góðum árangri. Gróft brauö með kartöflum. 3 kg. kartöflur; 2 kg. rúgmjöl; 1 kg. heilhveiti; 1 1. vatn eða mjólkurbland; 60 gr. sveppa- ger (eða 6 tesk. þurrger). Kartöflurnar eru vel soðnar og marðar með hýðinu, sveppagerið uppleyst í ylvolgum vökvanum, öllu blandað saman og látið bíða yfir nóttina. Þá er brauðið hnoðað og annað hvort bakað í mótum í ofni, eða deigið látið i bauk og soðið í gufubaði eða vatni. Skonsur meö kartöflum. 400 gr. heilhveiti; 2 dl. soðnar marð- ar kartöflur (með hýði); 2 tesk. lyftiduft; 1 matsk. púður- sykur; 2 matsk. smjörlíki; 2 dl. mjólk. Öllu því þurra er blandað saman, kartöflunum blandað saman við, vætt í með mjólkinni og deigið hnoðað. Flatt út í fingurþykka köku, en hún aftur stungin í kringlóttar minni kökur, sem eru bakaðar við góðan hita. Eftir baksturinn eru kökurnar skornar sundur og smurðar. Bygggrjónavöflur meö kartöflum. % kg. soðnar marðar kart- öflur; 2% dl. súr mjólk; % tesk. sódaduft; 3 dl. byggmjöl og heilhveiti.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.