Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 31
HEILSUVERND 23 anna. Og foreldrar þeirra eru svo hyggin að láta þau fara sínu fram. Auðvitað verður ekki sannað, að hráu kartöflurnar hafi læknað Svölu af magaveikinni. Það mætti segja, að tilvilj- un hafi ráðið því, að niðurgangurinn hætti, er telpan byrj- aði að borða þær. En hitt er víst, að einhvert innra skyn hefir komið henni á kartöfluátið. Augnabliksduttlungar voru það ekki, fyrst hún hélt því áfram og systkini hennar tóku það upp líka. Og vissulega má líta á þetta dæmi sem staðfestingu á þeirri kenningu dr. Nolfi og margra annarra, að hráar kartöflur innihaldi næringarefni eða heilsugefandi eiginleika, sem soðnar kartöflur skortir. Frásögnin um Svölu er skráð eftir foreldrum hennar, frú Helgu Jósepsdóttur og Jóni Guðmundssyni, bónda að Mola- stöðum í Fljótum í Skagafirði. B. L. J. AÐALFUNDUR NLFR var haldinn 15. febrúar 1951. Á árinu hafa veriö haldnir 8 félagsfund- ir og 3 skemmtifundir, og farið var í grasaferð til Hveravalla. Stjórn- arfundir voru 14. Efnt var til hádegisverðarboðs í Sjálfstæðishúsinu og matreiðslusýningar í húsnæði Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Borg- artúni 7. Á félagaskrá eru 1032 félagar, bar af 87 ævifélagar. Hafa þá verið teknir af félagaskrá allir þeir, er fluttir hafa verið I önnur félög eða inn á félagaskrá hjá NLFl, samkvæmt samþykkt síðasta landsþings. Hefir félagssvæði NLFR verið ákveðið Reykjavík og Hafnarfjörður og næsta nágrenni, þar á meðal Álftanes og Mosfells- sveit. Að lokinni samþykkt reikninga fóru fram kosningar, og var stjórn- in öll endurkjörin: Björn L. Jónsson (form.), frú Steinunn Magnús- dóttir, Ágúst Sæmundsson, Björgólfur Stefánss. og Marteinn M. Skaft- fells. 1 varastjórn voru kosnir: Böðvar Pétursson, Þorvaldur Jónsson og Sigurður Einarsson. Endurskoðendur Björn Svanbergsson og Dag- bjartur Gíslason og til vara Valgeir Magnússon. Ennfremur voru kosnar fastanefndir. Samþykkt var tillaga frá Böðvari Péturssyni um að efna til fjall- gönguferða í nágrenni Reykjavíkur. Að lokum sýndi Helgi Tryggvason litmyndir, sem hann tók í Vesturheimsför sl. sumar, og vöktu þær mikla hrifningu. Fundarstjóri var Steindór Björnsson frá Gröf.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.