Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 38

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 38
30 HEILSUVERND Af innflutningi á ómöluðu korni leiddi líka það, að óhætt væri að flytja inn mikið í einu, þar eð ómalað korn geymist svo að segja óendanlega, eins og fyrr segir, ef geymslustaður er góður og öruggur. Þá flyzt vinnan við mölunina líka inn í landið. Loks væri það þá ekki lítilsvirði — þar á meðal fjárhagslega —, eí slík ráðabreyting yrði, eins og margir hafa trú á, til að bæta heilsufar þjóðarinnar. — Þá kæmu teknamegin aukin afköst vinnandi manna, minni fjarvistir frá störfum, minni sjúkrahúskostnaður, minni lyfja- kaup og á ýmsan annan hátt spöruð útgjöld og minni gjaldeyrisþörf. Þessi sjónarmið hafa líka að meira eða minna leyti verið viður- kennd með áætlun um kornmylnu í sambandi við ráðstafanir Mar- shallfjár. Að þessu ber að stefna, og ber forráðamönnum þjóðarinnar tvímælalaust skylda til að greiða fyrir framkvæmdum i þá átt. En meðan þetta stórmál kemst ekki í kring, er sjálfsagt og enda nauðsynlegt, að koma til móts við þá menn, sem leggja kapp á að nota einungis óskemmdan kornmat til neyzlu og vinna að því sem hugsjón að fræða aðra og hvetja til þess sama. Verður slíkt að vorum dómi að teljast til þjóðnytjastarfa, sem styrkja ber og efla. I þeim tilgangi er tillaga þessi fram borin, og viljum vér, flutnings- menn hennar, vænta þess, að Alþingi' verði við þeim sanngjörnu ósk- um, sem hún fer fram á til fyrirgreiðslu og aðstoðar þeim ágætu mönnum, sem heldur kjósa að velja sér til neyzlu holla fæðu en skemmda. HVÍTLAUKUR er væntanlegur á næstunni. Áskrifendur og félagsmenn mega senda skrifstofu NLFÍ pantanir. MERKILEG INDlÁNAÞJÓÐ. í Heilsuvernd og ritum NLFl hefir oft verið sagt frá hinni fámennu Húnzaþjóð, sem býr við frumstæðar lífsvenjur í fjalllendi Norður- Indlands, lifir aðallega á einfaldri og ósoðinni jurtafæðu, er að mestu laus við kvilla menningarþjóðanna og nýtur svo að segja fullkom- innar heilbrigði. 1 nýútkominni bók NLFÍ, „Mataræði og heilsufar", segir heimsfrægur vísindamaður og læknir, Sir Robert McCarrison, frá dýratilraunum, sem sanna, að dýr, sem lifa á svipuðu fæði og þessi fjallaþjóð nærist á, verða aldrei veik og lifa í fullkominni heilbrigði til hárrar elli, meðan önnur dýr af sama stofni veikjast, ef þau eru fóðruð á fæði menningarþjóðanna. Húnzabúar eiga því hreysti sína og heilbrigði bersýnilega að þakka hinu holla viðurværi sínu. Undir þetta renna fleiri stoðir, þótt erfitt sé nú á tímum að finna þjóðir, sem lífsvenjur menningarþjóðanna hafa ekki haldið innreið sína til. 1 Indlandi eru nokkrir fleiri þjóðflokkar, sem lifa á svipuðu fæði og Húnzamenn og eru álíka heilsuhraustir. Og nýlega

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.