Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 32
24 HEILSUVERND SPURNINGAR OG SVÖR. S. E. spyr: 1. Hvað er hæfilegur skammtur af lýsi á dag handa börnum og fullorðnum? 2. Er yfirleitt allt innflutt te óhollt? 3. Er tómatsósa í giösum og ávaxtasafi í flöskum (orangeade) ólífræn gervifæða? Svör: 1. Ein teskeið handa börnum á 1. ári, en 1 litil matskeið handa fullorðnum. Byrjað er að gefa barninu 2-3 dropa fárra vikna gömlu og skammturinn smáaukinn. 2. Allt innflutt te mun vera af tejurtinni, sem inniheldur ýmis skað- leg efni, og margir telja það lítið eða ekki betra en kaffi. 3. Öll niðursoðin matvæli hafa glatað ýmsum þýðingarmiklum nær- ingarefnum, og oftast er bætt í þau skaðlegum geymsluefnum. Gr. Gr. spyr: 1. Er hægt að rækta lauk hér á landi? 2. Er hvitlaukur til í landinu, og er hann dýrari en venjulegur laukur? 3. Hvort er betra til manneldis spiraður rúgur eða hafrar eða spíraðar grænar baunir? 4. Er hægt að lifa eingöngu og sér að skaðlausu á : kartöflum (hráum og soðnum), spíruðum grænum baunum og spíruðum höfrum, hveitihýði, súrmjólk, nýmjólk og lýsi? 5. Er nægilegt að nota eina spíraða korntegund, og hvaða tegund er þá heilnæmust? Svör: 1. Já. 2. Hvítlaukur hefir ekki verið fluttur til landsins, a. m. k. ekki siðustu árin. Hann er miklum mun dýrari en venjulegur laukur, en einnig mun drýgri til neyzlu. Síðasta ár varð mikil verðhækkun á hvítlauk í Danmörku vegna mjög aukinnar eftirspurnar, sem átti rót sína að rekja til dr. Nolfi. 3. Or þessu verður varla skorið. Hver náttúrleg fæðutegund hefir eitthvað til síns ágætis og sín séreinkenni, sem erfitt eða ókleift er að gera upp á milli, almennt séð. Ákjósanlegt er að neyta sem flestra þessara fæðutegunda og sjálfsagt að gera það, eftir þvi sem völ er á. 4. Já. 5. Sjá svarið við 3. spurningu. J. S. L. spyr: 1. Fæst hvítlaukur í verzlunum hér á landi, og að hvaða leyti er hann öðruvísi en venjulegur laukur? 2. Er hægt að fá ómalað hveiti, rúg og bygg keypt hér á landi? 3. Er kúmen óhollt? 4. Er mjólkurmatur, gróft brauð, kartöflur og laukur fullkomið hrá- fæði, og er hægt að halda heilsu með þvi vetrarmánuðina, að við- bættum þurrkuðum drykkjarjurtum. 5. Er skyr jafnhollt og súrmjólk? 6. Af hverju stafar þrálátur varaþurrkur og kláði í andliti? 7. Er hveitikím annað en hveitihýði, og er það fáanlegt? 8. Eru til blóð-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.