Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 30

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 30
HEILSUVERND Ungbarn lœhnar sig með hrdum hartöflum Þegar Svala litla á Molastöðum var á öðru ári, fékk hún slæma magaveiki. Læknis var vitjað, en ráð hans og meðul komu að engu gagni. Liðu svo nokkrar vikur eða mánuðir, að barnið hafði stöðugan niðurgang og var lystarlítið. Einn góðan veðurdag er móðir hennar að skola þvott niðri við læk. Sér hún þá, að Svala litla grípur nýupptekna kartöflu, fer með hana að læknum, skolar af henni mold- ina og fer síðan að stífa hana úr hnefa. Hún lætur telpuna fara sínu fram, þóttist vita, að það mundi ekki saka hana að narta í hráa kartöflu, gerði heldur ekki ráð fyrir, að á- framhald yrði á því. En það var Svala, sem hélt upptekn- um hætti og fór að borða hrá- ar kartöflur daglega, bæði á máltíðum og milli máltíða. Virtist henni þykja þetta hið mesta hnossgæti. Um magaveikina er það að segja, að hráu kartöflurnar virtust reka hana á flótta í einni svipan. Niðurgangurinn hætti svo að segja samstundis, og Svala, sem nú er nýorðin sex ára, hefir ekki kennt sér nokkurs meins síðan. Börn herma hvert eftir öðru, ekki síður en fullorðnum. Og eldri systkini hennar fóru einnig að borða hráar kart- öflur, auðvitað með hýðinu. Undirritaður, sem kom að Molastöðum sumarið 1949, var sjónarvottur að því, að börnin stífðu hráar kartöflurnar úr hnefa og virtust hafa jafnmikla ánægju af því og ef þau hefðu epli á milli hand- Svala Jónsdóttir IV2 árs.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.