Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 27

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 27
HEILSUVERND 19 truflunum, allskonar óhófi, eitrunum . ... “ I sömu grein er þess getið, að líklegt þyki, að krabbamein í lifur, sem er algengt í Suður-Afríku, stafi af næringarskorti fátæka fólksins og mikilli notkun ormalyfja, sem verka skaðlega á lifrina. Prófessorinn skýrir frá því, að Javamenn í Indónesíu fái ekki krabbamein í maga, en Kínverjar, sem þar búa, sýk- ist af því. Lifnaðarhættir þeirra eru svipaðir að öðru leyti en því, að Kínverjar borða svínafeiti og steikja mat sinn í feiti, en það gera Javamenn ekki. Má af því ráða, að steikt feiti geti valdið krabbameini. 1 því sambandi má minna á tilraun, sem sagt er frá í 3. hefti Heilsuverndar 1949, og bendir til þess, að mikil hitun matvæla framleiði í þeim bólgumyndandi efni. Var mikið brúnað smjör talið þeirra á meðal. Er full ástæða til að vara húsmæður og mat- reiðslukonur við þeirri matreiðsluaðferð, sem hér er mjög algeng, að steikja matinn í feiti. Auk krabbameinshættunn- ar, sem stafa kann af þeirri aðferð, gerir hún matinn tor- meltari og eyðileggur næringargildi hans meira en góðu hófi gegnir. Próf. Dungal telur, að óvíða í heiminum sé meiri feiti notuð til matargerðar en hér á landi. I grein sinni segir próf. Dungal frá því, að á nýafstöðnum fundi fræðimanna, sem haldinn var í Oxford sl. sumar á vegum heilbrigðisnefndar Sameinuðu þjóðanna, hafi það þótt „óvéfengjanlega sannað, að reykingar ættu sinn þátt í krabbameini í lungum, einkum sígarettureykingar.“ Þetta kemur ekki á óvart þeim, er lesið hafa bók NLFÍ „Menningarplágan mikla“. Þar er ítarlega lýst áhrifum tó- baks á likamann og m. a. frá því skýrt, að reykingar eigi mikla sök á krabbameini í lungum, munni og hálsi. I grein sinni heldur próf. Dungal því fram, að krabbamein muni vera og hafi verið eins algengt meðal frumstæðra þjóða og menningarþjóðanna, gagnstætt því, sem margir telja og haldið hefir verið fram hér í ritinu. Og prófessorinn gefur í skyn, að sú skoðun, að frumstæðar þjóðir séu að mestu lausar við krabbamein, byggist á umsögnum inn-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.