Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 29
HEILSUVERND 21 sjúkdóms. Og hinum röngu siðum verður að útrýma, ef ráða á niðurlögum sjúkdómsins, sem af þeim stafar. Því hefir aldrei verið haldið fram, að frumstæðar þjóðir búi eingöngu við náttúrlega eða heilnæma lifnaðarhætti, sem eigi að apa eftir dómgreindarlaust. En ef við hittum fyrir okkur heila þjóðflokka, eins og Húnzamenn og áður- greinda Indíánáþjóð, sem bera af öðrum að atgervi og heilbrigði, þá er ástæða til að stinga við fæti og rannsaka, að hve miklu leyti þeir eigi hreysti sína mataræðinu og öðrum lifnaðarháttum að þakka og hvað við getum af þeim lært. Þetta gerði vísindamaðurinn McCarrison, eins og hann lýsir nánar í hinni nýútkomnu bók „Mataræði og heilsufar“. En því miður vantar mikið á, að stéttarbræður hans hafi látið sér þessar merkustu næringarrannsóknir læknisfræðinnar að kenningu verða. Áðurnefnd ritgerð próf. Dungals er á margan hátt fróð- leg og athyglisverð. En því miður eru í henni ýmsar mót- sagnir, sem hætta er á að rugli lesendur. Dæmi: Höf. segir, að Kínverjar, sem búa í Indónesíu og fá stundum krabba- mein í maga, lifi samskonar lífi og eti sama mat og Java- menn, sem eru að mestu lausir við þann sjúkdóm. En í næstu setningu upplýsir hann, að Kínverjar eti svínafeiti og steiki mat sinn í feiti, en það geri Javamenn ekki. — Annað dæmi: Höf. vill gera lítið úr þeirri kenningu, að krabbamein stafi af ónáttúrlegu líferni. En mestöll er grein hans upptalning krabbameina, sem stafa af óhollum eða ó- náttúrlegum siðum eða matarvenjum. ÁSKRIFTARGJALD HEILSUVERNÐAR 20 krónur, á að greiðast íyrirfram. Áskrifendur eru vinsamlega beðn- ir að senda gjaldið til skrifstofunnar, í póstávísun eða á annan hátt, til þess að forðast þá fyrirhöfn og kostnað, sem innheimta hefir í för með sér.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.