Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 19
HEILSUVERND Jón Arnfinnsson, garðyrkjumaður: Heilbrigðar gulrófur í HEILSUVERND hefir allítarlega verið rætt um hinar svonefndu lífrænu ræktunaraðferðir og áhrif þeirra til útrýmingar jurtasjúk- dómum. Margir hafa látið í Ijósi efa um, að safnhaugaáburður geti útrýmt vágestum eins og kálmaðkinum. Erlend reynsla hefir þó margsannað, að svo er. Hér á landi er lítil reynsla til i þessum efnum, og væri æskilegt, að lesendur Heilsuverndar, sem vita um einhver dæmi, geri ritstjórninni aðvart. Hér á eftir skýrir hinn góðkunni garð- yrkjumaður Jón Arnfinnsson frá einu slíku athyglisverðu dæmi. Síðastliðið sumar ræktaði ég gulrófur í garðlandi því, sem bærinn hefir leigt út í Rauðavatnslandi. Fleiri leigjendur höfðu gulrófur, en allsstaðar urðu þær skemmdar af kál- flugunni, þar sem þær voru ekki varðar með eiturefnum. Engan maðk fann ég í mínum rófum, og reyndust þær á- gætlega góðar. Nú hafði ég þó engar skordýravarnir, og gerði ekkert til þess að bægja flugunum frá. Og sumarið áður hafði maðkur verið í garðinum. Mér var því spurn: Hvað olli því, að rófurnar urðu svona góðar hjá mér, en spilltar annarsstaðar? Eg athugaði málið gaumgæfilega. En til þess að rækta hina íslenzku jörð, þarf að þurrka hana og ryðja burtu grjóti, þar sem það er fyrir. Og það þarf að klæða landið og fjallshlíðarnar skógi. Til þess þarf mikinn vinnukraft og áhuga, iðni og ástundun. Og við skul- um vona, að hráfæðið, hin lifandi fæða, sem íslendingar verða að rækta við jarðhita að einhverju leyti, geri þá heilsugóða og hrausta, veki hjá þeim aukna löngun til að rækta hina góðu jörð sína og stuðli svo að fólksfjölgun í landinu, að þeim verði kleift að leysa þessa þraut.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.