Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 24
16 HEILSUVERND B2, D, E, K) og steinefnum, m. a. járni. Þær hafa þann kost fram yfir kjöt og fisk, að þær eru lútargæfar (kjöt og fiskur mjög sýrugæft). Geta má þess, að úr þeim má búa til einskonar mjólk, sem hefir marga beztu eiginleika mjólkur og getur komið sér vel sem sjúkrafæða, bæði handa börnum og fullorðnum, sem þola ekki mjólk. Or sojabaunum má búa til marga ljúffenga rétti, sem standa kjötréttum ekki að baki. Og loks er að telja þann kostinn, að þær eru mjög ódýr- ar, samanborið við kjöt, sérstaklega sé miðað við næringar- gildi. Verðið á sojabaunum er nú kr. 4,25 kg. Svarar það til, að hverjar 1000 hitaeiningar kosti 1 krónu, en í dilkakjöti kosta 1000 hitaeiningar nálægt 5 krónum. Fyrir neytendur er því 5 sinnum dýrara að kaupa dilkakjöt í mat en soja- baunir, og er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hvílíkur búhnykkur þessi skipti væru fyrir fátæk heimili. Mér er ekki kunnugt um útflutningsverð á dilkakjöti. En sé gert ráð fyrir svipuðum hlutföllum á erlendum mark- aði og að ofan greinir milli kjöts og sojabauna, þá þarf ekki nema um fimmta hluta þess gjaldeyris, sem dilkakjötið gefur í aðra hönd, til þess að kaupa inn sojabaunir, er inni- haldi jafnmikið næringargildi — og þó miklu fjölbreyttara. Fjórir fimmtu hlutar af andvirði útflutta kjötsins yrðu því hrein gjaldeyrisöflun — og enn meira, ef ekki yrði talið nauðsynlegt að bæta kjötið upp að fullu. Björn L. Jónsson. FRÁ HAPPDRÆTTINU. Kl. 11 á aðfangadag var dregið í happdrætti NLFf hjá borgarfóget- anum í Reykjavík. Upp komu þessi númer: 44301 (húsgögn). 43249 (kaffistell). 38546 (ljóslækningalampi). 26937 (Elna-saumavél). 3999 (hrærivél). 3355 (málverk). 616 (púði). 7001 (flugfar). 28039 (pening- ar). 313 (peningar). Hagnaður af happdrættinu nemur tæplega 100 þús. krónum. Happdrættisnefndin vill hér með færa félagsmönnum og öðrum, sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við happdrættið, beztu þakkir.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.