Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 26

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 26
HEILSUVERND Lshnor skýra orsahir hrabbameins 1 greinaflokkinum „Vörn og orsök krabbameins" eftir Björn L. Jónsson, í 4. og 5. árg. HEILSUVERNDAR, og víðar í ritinu, hafa verið leidd sterk rök að því, að krabba- mein stafi af röngum lifnaðarháttum og skýrt með fjölda dæma. Margir læknar hafa haldið þessari kenningu fram, en læknisfræðin almennt hefir ekki viðurkennt hana. Á síðari árum hafa læknavísindin þó nálgazt hana meir og meir og staðfest í ýmsum greinum. Merki þess eru t. d. um- mæli dr. Halldórs Hansen um, að krabbamein í maga komi oftast upp úr magabólgum, sem stafi af því, að þessum líffærum sé misboðið. Og nýlega hefir prófessor Níels Dung- al ritað fróðlega grein í Fréttabréf um heilbrigðismál (nóv. 1950) og kveður þar svo að orði, að næringartruflanir séu viðurkenndar sem ein af orsökum krabbameins, og enn- fremur að orsaka þess sé að leita ,,í röngu fæði, hormóna- öllu er hrært saman, unz það er sem þykkur grautur. Feiti borin í vöflujárnið og vöflurnar bakaðar móbrúnar. Hrökkbrauð meö kúmeni. 250 gr. heilhveiti; 60 gr. smjör- líki; 1 matsk. púðursykur; 1% dl. hvítöl. Öllu því þurra er blandað saman, smjörinu núið í, vætt í með ölinu og deigið hnoðað. Flatt út næfurþunnt og skorið með kleinujárni í ferhyrntar kökur. Er bezt að breiða deigið út á plötunni og skera einnig kökurnar þar. Síðan eru þær stungnar og bakaðar ljósbrúnar. Brúnkaka. 500 gr. heilhveiti; 250 gr. smjörlíki; 250 gr. púður- sykur; 3 egg; 2% dl. mjólk; 100 gr. rúsínur; 1 tesk. sódaduft; 1 tesk. allrahanda; % tesk. negull; 1 tesk. kanell; 1 tesk. kardímommur; 50 gr. súkkat. Smjörið er linað og hrært með sykrinum, eggjarauðurnar hrærð- ar í ein og ein í senn. Þá er heilhveitið ásamt sódaduftinu og krydd- inu hrært í jafnhliða mjólkinni ,og síðast er þeyttum hvítunum bland- að í deigið og það sett í vel smurt mót og bakað í 1 klst.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.