Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 39

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 39
HEILSUVERND 31 hefir svissneski læknirinn Ralph Bircher, sonur hins heimsfræga náttúrulæknis Bircher-Benners, sem lesendur Heilsuverndar kannast einnig viö, skýrt frá enn einu dæmi, sem nú skal greina. 1 Suður-Ameríku býr indíánakýnþáttur, sem Karai-Guarani nefnist. Þeir lifa mjög einföldu og frumstæðu lífi, andlega og líkamlega. Meðal þeirra finnast engin merki æðri ytri menningar, en segja má, að innri menning þeirra sé þeim mun meiri. Lýsir hún sér i andlegu og líkamlegu jafnvægi og fegurð, hófsemi, fullkominni heilbrigði og lífsgleði. Lifnaðarhættir þessa fólks eru mjög einfaldir, og eftir því heilnæm- ir. Þeir eru hreinlátir, stunda köld böð og leggja áherzlu á nægan svefn og hvíld. Sparneytnir eru þeir og nærast á einfaldri, náttúr- legri fæðu. Mikið borða þeir af aldinum, einkum að morgninum. Aðalávöxturinn er ananas, sem þeir borða bæði nýjan og þurrkaðan. Þá er mikið borðað af grænmeti, sem líkist spínati, hnetum og villtu hunangi, en lítið af baunum. Mjólk þekkist ekki né mjólkurafurðir, og kjöt ekki, svo að teljandi sé, aðeins lítið eitt af kjöti af villtum dýrum endrum og eins. Spírað korn nota þeir mikið til matar. En saltan mat borða þeir aldrei og álita, að það stytti lifið að bæta salti i matinn. í þess stað nota þeir seyði af steinefnaríkum jurtum. Þeir líta ekki við sæl- gæti og langar ekki í það. Mat sinn tyggja þeir vandlega, gefa sér góðan tíma til að borða og forðast samræður og önnur truflandi á- hrif, meðan á máltíð stendur. Árangurinn af þessum lifnaðarháttum er fullkomin heilbrigði, sem varla á sinn líka. Eftir erfiði dagsins sér engin þreytumerki á þeim, er þeir leggjast til svefns að kvöldi. Þeir bera af öðrum indiánum um gáfur, fríðleik, fagran líkamsvöxt og þol. Gamla fólkið er hnarreist og léttfætt sem unglingar. Aldurinn virðist ekki setja nein veiklunarmerki á líkama þeirra né líffæri. Hjartað heldur þanþoli sínu. Heyrn og sjón dofnar ekki. Tennurnar eru mjallhvítar og óskemmdar fram á elliár. Lífið slokknar í hárri elli, án þjáninga eða dauðastríðs, líkt og þegar kerti brennur út. Þetta er árangurinn af einföldum og heilnæmum lífsvenjum, nátt- úrlegri jurtafæðu, að mestu ósoðinni og lausri við krydd og nautna- vörur. (Ny tid og vi). KORNMYLNA Á AKUREYRI. Náttúrulækningafélag Akureyrar hefir fengið umráð yfir lítilli kornmylnu, sem mun taka til starfa, þegar er korn verður fáanlegt.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.