Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 22
14 HEILSUVERND æsar, þar eð 'hún keypti sér fæði í matsöluhúsum. Auk þess hafði hún ekki þekkingu á að haga maíaræði sínu eftir sjúkdómsástandi sínu, sérstaklega með hliðsjón af sjúkiegu ástandi nýrnanna. Frú Waerland hafði oft leiðbeint barnshafandi konum til þess að losna við eggjahvítu, en engin þeirra hafði til- heyrt þessum blóðflokki, og gat hún því engar ákveðnar vonir gefið hinni ungu konu, sem kvaðst samt í einu og öllu mundu fara að ráðum hennar. Frú Waerland lét henni í té lýsingu á viðurværi, er innihélt mjög lítið af eggjahvítu, engar ávaxtasýrur og mjög lítið af sýrugæfum matvælum. Auk þess átti konan að drekka mikið vatn og seyði af fífla- blöðum (hrafnablöðkum) og netlum og kartöflusoð. Við hægðatregðunni átti hún að borða á morgnana hveitihýði og hörfræ, sem legið hafði í vatni yfir nóttina. Aðallega átti hún að nærast á grænum blaðjurtum og kartöflum. Á leiðinni heim til Uppsala varð frú Ackerrnan fyrir smáslysi. I samráði við frú Waerland lét hún skoða sig í „Karolinska Sjukhuset" í Stokkhólmi, og þar var upp kveðinn sá úrskurður, að ekki mundi vera hægt að bjarga barninu. Sneri hún við svo búið heim aftur og fylgdi út í æsar ráðleggingum frú Waerland. Þremur dögum eftir heimkomuna lét hún rannsaka sig í „Akademiska Sjukhuset". Urðu læknarnir ekki lítið undr- andi, er þeir fundu, að eggjahvítan hafði minnkað. Bat- inn hélt áfram dag frá degi. Að hálfum mánuði liðnum bað frú Waerland hina ungu konu að koma til Stokkhólms til rannsóknar hjá dr. Svanberg, sem er aðstoðaryfirlæknir við fæðingarsjúkrahúsið. Rannsókn leiddi í ljós, að engxn eggja- hvíta var í þvaginu og dllt í bezta horfi. Hér höfðu einfaldar en nákvæmar mataræðisreglur, byggðar á líferniskerfi Waerlands, ráðið bót á alvarlegu sjúkdómsástandi, sem færustu sérfræðingar læknavísind- anna stóðu magnlausir og ráðþrota gagnvart. Og þar sem frú Ackerman hafði stöðugt verið undir lækniseftirliti, og lét skoða sig við og við síðustu mánuði meðgöngutímans

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.