Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 12
4 HEILSUVERND Gróft hýðismjöl. Ein tilraunin var fólgin í því að borða eingöngu brauð og grauta úr grófu mjöli, ásamt smjörlíki og vatni. Sú tilraun stóð í marga mánuði, og með hinum bezta árangri. Tvær stefnur. Því hafði verið haldið fram, aðallega af þýzkum manneldisfræðingum, að eggjahvíta úr dýraríkinu, m. a. úr kjöti og fiski, væri nauðsynleg til viðhalds heilsu og þrótti. Hinsvegar hélt Hindhede og aðrir því fram, að þetta væri rangt, mikil eggjahvítuneyzla væri beinlínis skaðleg, og heilsunni væri bezt borgið, ef menn lifðu aðal- lega á jurtafæðu, auk mjólkur. Á þessu máli er og önnur hlið, sem Hindhede benti á. Ef menn lifa aðallega á dýrafæðu, þurfa þeir margfalt meira landrými en ef viðurværið er aðallega úr jurtaríkinu. Ef h'ægt væri að nærast á kartöflum einvörðungu, gæti 1 hektari lands fætt 39 menn. Á sama hátt gæti eins ha. rúg- akur fætt 9,4 menn. En sé rúgurinn notaður sem svína- fóður, og svínakjötið notað til matar, fæst næring aðeins handa tveimur mönnur, og handa aðeins einum, ef um nautakjöt er að ræða, miðað við það, að maðurinn gæti lifað á kjötinu einu. Þannig glatast um eða yfir 80% af næringargildi kornsins við það að ganga gegnum svín eða nautgripi, en ennþá hærri hundraðshluti, ef kartöflur eru notaðar sem fóður. Á þetta benti Hindhede Þjóðverjum í ítarlegri ritgerð, sem hann skrifaði í þýzkt læknarit árið 1916. Með því að nota kartöflurnar og kornið, sem þeir ræktuðu, til mann- eldis að mestu, í stað þess að fóðra með því svín og uxa, hefðu þeir haft nægar matarbirgðir öll stríðsárin og betra fæði en með hinni miklu eggjáhvítuneyzlu. En þýzkir mann- eldisfræðingar þóttust vita betur en Hindhede, og því var ekki farið að bendingum hans. Um þetta farast Hindhede orð á þessa leið: „Þýzkalandi er það Ijóst, að það berst við 3 stórveldi. Hitt er þeim ekki ljóst, að þeir eiga í höggi við fjórða óvininn, sem sennilega er hættulegastur þeirra allra. En það er þýzka svínið“. Og í rauninni var það þýzka svín-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.