Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 21
HEILSUVERND Fósturláti afstýrt með hráfæði Blóðrannsóknir á fjölda manna hafa sýnt, að af hverjum 100 manns tilheyra um 85 þeim blóðflokki, sem kallaður er Rh-þ, en um 15 blóðflokkinum Rh-L. Nú hefir reynslan sýnt, að ef kona með Rh-=- blóð verður þunguð af völdum Rh-þ manns, er mikil hætta á, að konan verði veik og missi fóstrið eða barnið fæðist andvana. Við þessu þekkja læknar engin ráð, og hafi þetta komið einu sinni fyrir, verð- ur því ekki afstýrt með neinum venjulegum læknisráðum, að það endurtaki sig, ef konan verður barnshafandi aftur. Þeim mun merkilegri er eftirfarandi frásögn af konu úr þessum hættulega blóðflokki (Rh-f-). Hún hafði misst fyrsta fóstur sitt, var komin langt á leið í annað sinn, og beztu læknar töldu vonlaust að geta bjargað barninu. Þá sneri hún sér til frú Ebbu Waerland, konu Are Waerland, og fer hér á eftir útdráttur úr frásögn hennar, sem birtist í „Waerlands Mánads-Magasin“, 9. hefti 1950. Hin unga kona, sem var þýzk, Edith Ackerman að nafni, og búsett í Uppsölum, leitaði til frú Waerland í lok maí- mánaðar 1950. Hún hafði misst fóstur sitt á fimmta mánuði í ágúst 1949 eftir þriggja mánaða legu í „Akademiska Sjuk- huset“ í Uppsölum. En þar lá hún vegna mikillar eggja- hvítu í þvaginu, og fengu læknarnir ekkert við því gert. Nú var hún komin rúma sex mánuði á leið og þjáðist aftur af mikilli eggjahvítu. Hún hafði kynnzt kenningum Waer- lands og áhrifum viðurværisins á heilsufarið, því að maður hennar hafði með breytingum á viðurværi sínu læknað sig af sjúkdómum, sem hann hafði gengið með í 14 ár og venju- legar læknisaðgerðir fengu enga bót á ráðið. Sjálf hafði hún tekið að nokkru leyti upp mataræði eftir kenningum Waerlands. En hún hafði ekki getað framfylgt því út í

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.