Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 16
HEILSUVERND Dr. Kirstine Nólfi: Hvernig ísland hom mér fyrir sjónir Það mun aðallega vera vegna þess hve afskekkt Island er, að það hefir varðveitt tungu sína svo hreina og óspillta af erlendum áhrifum. En þjóðin sjálf hefir einnig haft skiln- ing á varðveizlu tungu sinnar. Hún hefir sneitt hjá að taka upp í málið erlend orð, heldur myndað ný orð af eigin stofni og á þann hátt varðveitt hið gamla móðurmál allra Norðurlanda, eins og það var frá fyrstu tímum, er við þekkj- um, varðveitt það í hinu talaða orði, í hinu lifandi máli, eins og hún hefir í handritunum varðveitt hina uppruna- legu fornnorrænu tungu. — Það hefði átt að skila íslend- ingum þessum handritum, sem gefa svo góðar upplýsingar um trú, siði, venjur og lifnaðarhætti hinna fornu tíma, þegar árið 1930. Það hefði verið sanngjarnt og rétt af Dana hálfu. En þetta verður gert, þegar við höfum fengið nógu langan tíma til að átta okkur. Það næsta, sem vekur eftirtekt á íslandi, er íslenzka gest- risnin, hvort sem komið er til Sveins Björnssonar, forseta, eða annarra. Til þess hafa menn bæði tíma og ráð. Og þessi gestrisni er veitt af slíkri alúð og Ijúfmennsku, að manni hlýnar um hjartaræturnar. Þá er það dálæti Islendinga á lifandi blómum. Þessi litlu, fögru, litskrúðugu sumarblóm sér maður allsstaðar, og þau þrífast svo vel á Islandi. Og mér komu þau mjög á óvart, því að ég hafði haldið, að þau gætu ekki þrifizt svo norðar- lega á hnettinum. Fólk hefir einnig unun af að prýða heim- ilin með lifandi blómum og grænum jurtum og búa til hand- ofna og handsaumaða dúka í mjúkum, vel samsettum litum og fallegum munstrum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.