Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 40

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 40
32 HEILSUVERND Á víð og dreif NLFl getiö í erlendu blaði. I amerísku riti jurtaneytenda, Vegetarian News Digest, hefir nýlega verið sagt allrækilega frá NLFl og starfi þess hér. Heimildarmaður ritsins er Vil- hjálmur Þ. Bjarnar, stud. mag., sem hefir dvalið vestra um nokkurra ára skeið. Hve oft liœgðir? Hiypókrates, „faðir læknis- fræðinnar", eins og hann hefir verið nefndur af læknum, seg- ir í riti sínu „Prognostics", 11. kafla: „Hægðirnar er beztar, ef þær eru linar að ásigkomulagi og að magni til hlutfallslegar á við það fæðumagn, sem sjúkl- ingurinn neytir, og ennfremur ef þær koma á sömu tímum og venja var til, er sjúklingurinn var heill heilsu. Samkvæmt því á sjúklingurinn að hafa graut- linar, lyktarlausar hægðir tvis- var til þrisvar að deginum og einu sinni að kvöldinu eða nótt- unni, en svo er það hjá þeim, sem eru fullkomlega heilbrigð- ir.“ Hvorum á nú að trúa, Hippó- kratesi og Ireynsluvísindum hans, sem hann hafði aflað sér m. a. með ævilangri athugun á löndum sínum Forngrikkjum, er lifðu við einfaldar og náttúrleg- ar matarvenjur, eða nútíma læknavísindum, sem kenna, að nóg sé að hafa hægðir einu sinni á dag eða sjaldnar og styðjast við „vísindalegar" bollalegging- ar eða reynslu menningarþjóð- anna, sem gert hafa einhæfar og stórspilltar fæðutegundir að uppistöðunni í daglegu viður- væri og á fjölmargan annan hátt farið út af stígum heil- brigðs lífernis? . Lœkningar án lyfja voru viðurkenndar og leyfðar með lögum í Bandaríkjunum ár- ið 1931, undir nafninu „náttúru- lækningar" (Naturopathy). — Hafa náttúrulæknar sömu und- irstöðumenntun og aðrir lækn- ar. En læknastéttin virðist hafa horn í síðu þeirra, og hafa verið gerðar margítrekaðar tilraunir til að útrýma þessari sérgrein — án árangurs. Reykingamenn greiöi hœrri iögjöld. Ameríski læknirinn Rasmus Alsaker segir frá því, að mörg- um sjúklingum hans hafi batn- að erting í hálsi og hósti, sem oft stafaði frá lungnapípunum, af því einu að hætta að reykja. Meltingartruflanir og truflanir á hjarta batni oft af því sama. Hann segir og svo frá, að skýrsl- ur líftryggingafélaga sýni, að reykingamenn verði ekki eins langlífir og hinir, sem ekki reykja. Hafi því verið lagt til, að reykingamönnum verði gert að greiða hærra iðgjald en öðr- um. Mun það tíðkast hjá sum- um líftryggingafélögum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.