Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 28
20 HEILSUVERND fæddra galdralækna og trúboða, sem hafi ekki vit á læknis- fræði. Þetta hefir ekki við rök að styðjast. I fyrrnefndum greinaflokki B. L. J. eru birt ummæli nokkurra lærðra og þekktra lækna, sem dvalið hafa langvistum meðal frum- stæðra þjóða í Asíu, Afríku og víðar og hafa sjaldan eða aldrei séð þar innfædda sjúklinga með krabbamein. Þannig birtir enska læknablaðið British Medicál Journál þessi ummæli eftir enskum lækni, sem starfað hafði í Nígeríu í Afríku árum saman: „I 22 ár hefi ég aldrei séð hér krabbamein eða sarkmein. Sumir læknar í strandhéruðum Nígeríu sjá það einstaka sinnum, en sjúklingarnir eru þá aðallega innfæddir menn, sem hafa verið með Evrópumönnum og tekið að einhverju leyti upp siði þeirra og mataræði.“ Það eitt, að hið þekkta læknablað birtir þessi ummæli og mörg fleiri slík, er trygging fyrir því, að þau eru ekki úr lausu lofti gripin og styðjast ekki við umsagnir ólæknis- fróðra galdralækna eða trúboða. Sem skýringu á því, að lítið sé um krabbamein meðal frum- stæðra þjóða, getur próf. Dungal þess, að þær séu allar skammlífar. Lesendur Heilsuverndar vita, að þetta er ekki rétt. Þeir þekkja litla Húnzaþjóðflokkinn í Norður-Ind- landi af lýsingu enska læknisins McCarrisons. Og Húnza- menn ná háum aldri, en fá samt ekki krabbamein, fremur en aðra menningarsjúkdóma. Sama er að segja um Indí- ánakynþáttinn, sem sagt er frá á öðrum stað hér í heftinu, og til eru mörg fleiri slík dæmi. Hitt er rétt, að flestar eða allar frumstæðar þjóðir og villiþjóðir eiga við að stríða ýmsa sjúkdóma, sem stafa af bakteríum eða af óhollum siðum eða matarvenjum. Svo er t. d. um ýmsar tegundir krabbameina, sem getið er um í fyrrnefndum greinaflokki og próf. Dungal drepur á í grein sinni. En allt eru það dæmi um krabbamein, sem stafa af óhollum siðum eins og t. d. því að tyggja betelhnetur, orna sér með sérstökum hitunartækjum innanklæða o. s. frv., og staðfesta þá kenningu, að rangir lífshættir séu orsök þessa

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.