Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 35

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 35
HEILSUVERND 27 ekki hvað sízt vegna þess, að ef fullnægja ætti eftirspurn eftir nýjum aldinum, mundi það reynast erfitt gjaldeyrisatriði, svo sem reynslan hefir sýnt. En um þurrkaða ávexti er öðru máli að gegna. Enn fremur má benda á það, að ef hægt væri að fá nýtt grænmeti árið um kring, kæmi það minna að sök, þótt nýja ávexti vantaði. Náttúrulækningafélag Islands hefir um nokkurt árabil starfrækt matsöluhús í Reykjavík við ágætan orðstír. Er þar á borðum að margra áliti hollari matur en á flestum öðrum greiðasölustöðum hér á landi. Vegna matstofunnar hefir félagið fengið leyfi fyrir nokkrum inn- flutningi, en þó hefir það verið mjög af skornum skammti. Hins vegar hefir félagið lítið sem ekki getað liðsinnt þeim mörgu mönnum, bæði innan Reykjavíkur og utan, sem leitað hafa aðstoðar þess um út- vegun á ýmsum hollustumatvælum. Er oss t. d. tjáð, að nú að undanförnu hafi NLFl gert ítrekaðar til- raunir til að fá leyfi fyrir innflutningi, en þær tilraunir litinn árang- ur borið. Einnig er oss tjáð, að félagið hafi snúið sér til aðalinn- flytjenda þeirra vörutegunda, sem hér er um að ræða, en litla áheyrn fengið. Eru hinir stóru innflytjendur sagðir tregir til að sinna beiðn- um um útvegun vörutegunda, sem ekki eru almennt notaðar. Má þar tilnefna ómalað korn og fleira þess háttar. — Einnig er það lítt við unandi, að grænar baunir þurrkaðar, nýjar gulrætur o. fl. fáist einungis flutt inn til niðursuðu, sem gerir vöruna bæði margfalt dýrari fyrir neytandann og skemmir hana að auki. Þessu sýnist þurfa að breyta. Og virðist oss þá næsta eðlilegt, að félagsskap eins og t. d. Náttúrulækningafélagi Islands verði gert kleift að annast innflutning ýmissa hollra matvæla, sem nú eru lítf fáanleg. Ætti slíkt engan veginn að þurfa að kosta neina verulega gjaldeyriseyðslu, þar sem aðallega yrði um tilfærslu að ræða milli vörutegunda og annað ekki. Finnst oss eigi óeðlilegt, eða óæskilegt, að Náttúrulækningafélagið ræki verzlun, þar sem eingöngu væru á boðstólum heilnæmustu og beztu matvörur. Eru slíkar verzlanir nú til víða um lönd og eiga sums staðar veigamikinn þátt í útbreiðslu hollra manneldishátta. Liggur í augum uppi, að útilokað er fyrir félagið að koma upp eða reka slíka verzlunarstarfsemi, nema það fái sjálft að flytja inn þær erlendu matvörur, sem erfiðast er að afla með milligöngu annarra innflytjenda. Verður það að teljast miður, að hér skuli enginn aðili vera til, sem reki verzlunarstarfsemi með neyzluvörur miðað við ofan- greind sjónarmið. Teljum vér því sjálfsagt, að ríkisvaldið greiði fyrir því, að úr þessu verði bætt. Það er að verða æ augljósara, enda nú orðið viðurkennt af mörg- um okkar lærðustu manneldisfræðingum, að vér Islendingar stefn-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.