Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 23
HEILSUVERND Útflutt kjöt og sojabaunir Nýlega hafa verið gerðar tilraunir til að selja dilkakjöt til Bandaríkjanna. Sumum þykir þetta illa farið, þar eð fram- leiðslan fullnægir ekki meira en svo innlendri neyzluþörf. Undirritaður vill benda á tvö atriði, sem skipta máli í þessu sambandi. 1. Það er talið, að fullorðinn maður þurfi að fá um 70 gr. af eggjahvítuefnum alls í daglegri fæðu, og sumir álíta það óþarflega mikið. Rannsóknir hafa sýnt, að fslendingar borða a. m. k. tvöfalt það magn, um eða yfir 150 gr. á dag að meðaltali, aðallega í mjólkurmat, kjöti og fiski. Og með því að aðalgildi kjötsins er fólgið í því, að það inniheldur fyrsta flokks eggjahvítu, sem er einnig í ríkum mæli í mjólk og fiski, væri enginn skaði skeður fyrir heilsu þjóðarinnar, þótt kjötneyzla minnkaði verulega. 2. Vilji menn hinsvegar bæta sér upp kjötmissinn, þá er til einfalt ráð: að flytja inn sojabaunir. Þær innihalda einnig fyrsta flokks eggjahvítu í ríkum mæli og eru auk þess ein fjölþættasta og efnaauðugasta fæðutegund, sem þekkist. Auk eggjahvítuefnanna (33%, miklu meira en í kjöti), er í þeim mikil fita (20%), nokkuð af kolvetnum (30%), og þær eru mjög auðugar að fjörefnum (A, Bl, í „Akademiska Sjukhuset", var bati hennar staðfestur og fór ekki framhjá læknunum. Þessa síðustu mánuði var ekki vott af eggjahvítu að finna, og heilsan var í bezta lagi. Aðkenningar byrjuðu kl. 15,15 hinn 23. ágúst og eigin- legar hríðir kl. 17,30. Kl. 18,55 fæddist fallegur drengur, 3400 gr. að þyngd (um 13y2 mörk). Hafði fæðingin þannig tekið alveg óvenju stuttan tíma og gengið vel og þrautalítið.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.