Heilsuvernd - 01.04.1957, Page 14
10
HEILSUVERND
undir hitameðferðar, en reynslan sýnir að ofnotkun getur
verkað öfugt.
Leirbakstrar eru meira notaðir en leðjuböðin, sem áður
voru nefnd. Þeir eru taldir hafa svipaðar verkanir, en auð-
veldara er að haga meðferðinni eftir þörfum einstakling-
anna. Leir sá, sem notaður er í bakstrana, er nefndur
,,Fango“, mest af honum er ættað frá ítölskum jarðhita-
svæðum eða leirnámum í Eifel, nærri Bonn í Vestur-
Þýzkalandi. Leirinn er þar í kulnuðu eldfjalli, sem þykir
merkilegt í jarðfræðilegu tilliti. Hann er í engu frábrugð-
inn íslenzkum hveraleir. Bakstrarnir eru þannig til búnir,
að leirinn er hrærður út með vatni þar til hann þykir
hæfilega þykkur. Hann er hafður 45—50 stiga heitur.
Síðan er leirinn lagður að líkamanum, oftast beint á húð-
ina. Sjúklingnum er „pakkað inn“ að meira eða minna
leyti, stundum allur líkaminn að höfðinu undanskildu,
gúmmídúk og teppum vafið í kring til þess að byrgja innri
hitann. I þessum heitu umbúðum er legið nokkra sutnd
og kvartar þá enginn undan kulda. Þegar tilskildum tíma
er lokið, er leirinn fjarlægður og hörundið skolað. Að því
loknu er notið hviidar á legubekk eða í þægilegum stól
svo lengi sem þurfa þykir. Hvíld er öllum talin nauðsynleg
eftir heit böð, ef árangur á að vera góður. Leirböð eins
og þau hafa tíðkast hér sá ég hvergi, en aðferðin er svipuð
og við leðjuböðin, sem áður var lýst og árangur trúlega
svipaður. Ókosturinn er fyrst og fremst sá, að mjög mikl-
um erfiðleikum er bundið að skipta um leir fyrir hvern
sjúkling, því að hveraleirinn er þess eðlis að hann getur ekki
runnið úr karinu og í það og botnfellur fljótt. Hefur því
orðið að nota sama leirinn fyrir marga. Ekki er vitað til
þess, að það hafi komið að sök, en æskilegt væri samt
að geta tekið upp aðra aðferð, þar sem notaður er nýr
leir fyrir hvern sjúkling.
Er í ráði að taka þetta til athugunar í sambandi við hina
nýju deild, sem nú er verið að reisa í Hveragerði.