Heilsuvernd - 01.04.1957, Side 18

Heilsuvernd - 01.04.1957, Side 18
HEILSUVERND Gullöld stólanna Blómaskeið setmenningar er upprunnið. Ekki líður á löngu áður en mönnum verður gefinn kostur á að vinna öll verk í sæti sínu. Áður fyr var staðið við slátt. Nú er setið. Þá stóðu menn líka við orð sín. Nú veit ég ekki hvort heldur er legið eða setið. Menn sitja í bílum og flugvélum, á dráttarvélum, skurðgröfum, stólum, bekkj- um, kollum og hver á annars hnjám, ef svo vill verkast. Menn sitja hreint á öllu nema sjálfum sér. „Sveltur sitjandi kráka ...“ sögðu menn fyrrum. Við lifum á öid, þegar gömul speki glatar merkingu sinni. Ef þróunarkenningin hefur ekki einnig glatað gildi sínu, leik- ur lítill vafi á, hvaða líkamshluti nái mestum þroska í framtíðinni. Við skyldum þó ekki vera að reka botninn í þróunarferil mannkynsins ? Setur og hreyfingaleysi geta haft uggvænleg áhrif á heilsu manna. Iðjulausir vöðvar tapa þrótti og þoli. Deyfð og drungi leggst yfir líkama og sál. Þetta vita skákmenn- irnir. Líkamshreyfing er liður í þjálfun þeirra, því að þeir hafa rekið sig á að án hennar nýtist ekki kunnátta þeirra til hins ýtrasta. Margir góðir drengir hafa fallið í valinn um aldur fram hin síðari ár fyrir sjúkdómi, sem nefndur er kransæða- kölkun í hjarta. Líkur benda til, að hreyfingaleysi eigi drjúgan þátt í þeim hörmungum. f landi bílanna, Banda- ríkjunum, er sjúkdómur þessi meðal algengustu dánar- meina og færist þó enn í aukana. Margir gætu bætt ár- um við ævi sína, ef þeir gengju til vinnu sinnar í stað þess að aka í bíl. Framháld af bls. ll^.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.