Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 20
HEILSUVERND
Guðfinna Þorsteinsdóttir:
Að sigrast á sfálfam sér.
Gömul kona. sem fóstrað liafði nokkur vandalaus börn um
lengri eða skemmri tíma, var spurð að því, hvort ekki væri vanda-
samt að fóstra börn úr ýmsum áttum, frá alla vega heimilum,
móluð af sundurleitustu áhrifum. Gamla konan gaf ekki beinlínis
neitt út á það, 'heldur gegndi með frásögn, sein var eitthvað á
þessa leið:
Einu sinni tókum við sex eða sjö ára stúlkubarn tima úr vetri,
sem varð víst flestum á bænum undrunarefni. Hún var svo geð-
góð að furðu sætti. Heimilisfólk mitt var sumt nokkuð stríðið,
og þýddi mér lítið um það að vanda. Reyndi það oft að reita
hana til reiði með ýmis konar ertni í fyrstu, sem oft gat orðið
býsna rætin og meinleg. En það var alltaf eins og stökkt væri
vatni á gæs, ekkert virtist hrína á henni, hversu sem leitazt var
við. Fylgdist ég vel með öllu, albúin þess að skakka leikinn, ef
með þyrfti. En það var eins og sú litla hefði lag á að verjast,
hógværum orðum og stakri rósemi, sem aldrei raskaðist. Galt hún
aldrei líku líkt, réðst ekki á móti, varðist aðeins, án allra sár-
yrða, hvað þá að 'hún talaði ljótt.
Svo var það einu sinni, að þessi grái leikur gekk langt úr hófi.
Takmarkið var, að leiða það ótvírætt í ljós, að hún gæti fokið
upp, orðið báivond, jafnvel misst alla stjórn á sér. Flestar þessar
árásir hefðu orðið fullorðnum ofraun. Svo var farið að senda
henni tóninn úr sætunum: Nú er hún orðin reiðj Já, vissi ég
ekki. Sjáðu bara, hún er orðin orðlaus af bræði! Mér leið afar
illa, af því að hafa ekki afstýrt þessu i tíma. — En hverju haldið
þið að barnið hafi svarað? Enginn myndi geta hins rétta svars,
og því segi ég það orðrétt: „Nei, ekki er ég reið, en mér getur
sárnað.“ — Og ljóminn i augum hennar vottaði það betur en
orðin, sem hún mælti, að hún sagði satt. Það sló þögn á alla. —
Eftir þetta var henni sjaldan stritt, þó að oft væri spaugað við
hana.
Það cr orðið eitt af rnestu vandamálum nútímans, 'livað heilsu-
far almennings er yfirleitt orðið bágborið, þó að lífskjörin hafi