Heilsuvernd - 01.04.1957, Qupperneq 21

Heilsuvernd - 01.04.1957, Qupperneq 21
HJSILSUVERND 17 s'tórum batnat? á síðustu árum. Þrátt fyrir marga sigra á sviöi læknavísinda, stóraukna menntun, sívaxandi tækni, og gersigrun margra sjúkdóma, sem áður kvistuðu mest kynstofninn, er bar- áttan líklega aldrei harSari en einmitt nú. Eru þó aðstæSur næsta ólíkar. Plágúr, sem áður voru óþekktar, rísa nú upp ein af ann- arri engu betri viðfangs en hinar fyrri. Frumstæðir lifnaðarhættir, margs konar skortur, basl, þekk- ingarleysi og margt fleira, var þjóðinni fjötur um fót, og skóp ósigrandi örðugleika um langar aldir. Nú er þessum hindrunum úr vegi rutt að mestu leyti. Það er því mörgum undrunarefni, hvað muni valda því, að nýjar drepsóttir herja á landslýðinn, þrátt fyrir baráttu fjölmennrar læknastéttar, sem gengur á hólm við mannleg mein hervædd þekkingu, vísindalegri tækni, og sí- vaxandi skilyrðum til úrbóta. Orsakirnar eru sjálfsagt margar að þvi ástandi, sem ríkir nú i heilbrigðismálunum. Á öllum tímum hafa verið uppi einhverjir, sem sáu lengra fram í timann en allur þorri manna, sem sáu það og sögðu fyrir, að svona 'hlyti að fara, ef þjóð, sem vex fóstruð i einangrun á harð- býlum hólma, við þrotlausa baráttu fyrir lífinu, kæmist einhvern- tíma í þá aðstöðu að lifa eftirþráðu menningarlífi við allsnægtir, álit og olnbogarúm. Eitt af góðskáldum okkar talar um „landið, sem aldrei skemmdi sín börn“, og segir ennfremur við ættlandið: — „hvöt þinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn“. Ennfremur talar þessi spámaður þjóðar sinnar um „vel- lyst í skipsförmum“, sem vafri hér að landi með völskunum, en telur það muni ekki skaða, þvi, ef hún vogi sér út fyrir kaup- staðina í íslenzkt veðúr, muni hún frjósa í hel. Fleira segir þessi framsýni höfðingi i sínu gag'nmerka kvæði, sem er nú að koma fram og jafnvel hefur sumt af þvi rætzt alveg bókstaflega. Menningin ‘hefur sína ágalla, engu siður en frumstæðir lifnað- arhættir. Nú er farið að tala um menningarsjúkdóma. Orð þetta cr ungt í málinu, en meiningardrjúgt og skýrir sig sjálft. Bættur fjárhagur freistar til þess að láta æ meira og meira eftir sér á öllum sviðum, freistar jafnvel til óhófs og skefjaleysis langt um efni fram. Velmegun leiðir bæði einstaklinga og þjóðir út í fjár- hagslegar öfgar, hóglifi, heimtufrekju, nautnasýki, óreglu, eyðslu- semi, sem leiðir svo aftur til ennþá fleiri og verri „tæpuskaps ódyggða“. Og nú er ekki að leyna, að þessi skaðlegu öfl eru farin að orka á þjóðina meira en skyldi. Flest er þetta „aðflutnings- vara“, sem þjóðin hefur gleypt við i gáleysi, þó sumt sé heima fengið. Sú hreyfing er nú að komast á rekspöl, að lækna megi flesta

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.