Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 22

Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 22
18 HEILSUVERND menningarsjúkdóma og jafnvel fleiri meS einföldum og heilbrigð- um lifnaðarháttum í einu og öllu. Nú getur ekki þessi menntaða þjóð afsakað sig með því að hún viti ekki fullvel, hvernig hún á að lifa heilbrigðu lífi. Henni mun fremur hrjósa hugur við að horfast í augu við þær staðreyndir, að hún er komin út í verstu ógöngur. Hana nmn skorta þrek til að skipta um ‘hátt- semi í svo mörgu, sem orðið er henni að drotnandi vana, þótt hún finni það og viðurkenni í aðra röndina, að það sé heilsu- spillandi og lami líkaina og sál. í fyrstu hrjóta menn oftast boð- orð hreystinnar af gáleysi, mannalátum, eða rælni, en verða svo áður en varir háðir slænmm venjum, sem taka sér loks drottnandi vald yfir þeim. Ábyrgðarmeðvitundin dofnar stig af stigi, en kæruleysið tekur stjórntaumana. Sjúkleg vanlíðan neyðir flesta til að leita sér lækninga, þegar móðir náttúra segir: Hingað, en ekki lengra. Það ætti að vera þeim skiljanlegra, sem muna langt aftur i tím- ann, að hér hefur orðið ör þróun, jafnvel gagnger bylting á flest- um — ef ekki öllum sviðum þjóðlífsins um nokkur undangengin ár. Það eru þvi engin undur, þó að svo hæverskleg breyting sé farin að orka á landslýðinn. Allur þessi mikli hraði og ákafi, bæði i atvinnulífinu og öllum menningarkröfum nútímans, heldur flestum í stöðugum taugaæsingi frá morgni til kvölds. Allir eru á þönum, sífellt að flýta sér, alltaf uggandi um að verða of seinir að gegna og fulnægja þessum óteljandi kröfum, sem nútiminn gerir til þeirra, oftast um orku fram. — Auk þess vilja menn kappkosta, „að fylgjast með“ í svo mörgu, svo þeir „merki sig ekki úr“, eða verði áberandi eftirbátar annarra í því að fylgja kröfum tíðarandans. Sumt af þessu er þó hvorki hollt né mann- bætandi. Margt af því er „vellyst úr skipsförmum", sem vafrað hefur að landi — og skaðað, unnið stórtjón, af því að það fyrir- hitti ekki íslenzkt veður, sem frysti það í hel. Líf almennings verður þannig ein óstöðvandi íþróttakeppni og togstreita, sem fyrr eða síðar lamar taugakerfið meira og minna og veldur ýmis konar truflunum á líkamlegri og andlegri heilbrigði. Hér er vissulega komið í óefni. Þrátt fyrir það er eklci vert að kvíða neinu, og sízt að örvænta. Þessi kynslóð hefur verið í mikl- um vanda stödd. Á 'henni hafa skollið þær háreistustu holskeflur, sem nokkru sinni hafa brotnað við íslenzka strönd. Hún hefur byggt upp landið, brúað vötnin, lagt vegi um landið þvert og endilangt, í stuttu máli, skapað vort nýja þjóðfélag. Það væri því til of mikils mælzt að hún afkastaði öllu þessu óaðfinnan- lega. Margt og mikið er unnið til úrbóta. Sjúkrahúsum er fjölgað

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.