Heilsuvernd - 01.04.1957, Side 25

Heilsuvernd - 01.04.1957, Side 25
HEILSUVERND 21 veldu lífi? Þau drógu þó sannarlega ekki af sér við verkin. Við skulum lika athuga ævi Edisons. Kannske lestu þessi orð við ljósið, sem hann færði heiminum, auk fjölda annarra uppfinninga. Kom allt þetta upp i hendurnar á honum með haegu móti? Síður en svo. Nei, hann vann sleitulaust frá því er hann var blaðadrengur í járnbrautar- lest til dauðadags á níræðisaldri. Hann vann þrotlaust í sjötíu ár og lét ekki auðinn tæla sig til letilífs. Ætlir þú að sigra og koma einhverju í verk, sem hefuí varanlegt gildi, verðurðu að gera þér ljóst, að það kostar erfiði og verður ekki komið í kring án þrautseigju. Þú verður því að efla viljann, og búa þig þannig undir að mæta þeim örðugleikum, er verða á vegi þínum. Menn og konur með fullri greind ættu ekki að leita auð- veldrar ævi heldur auðugrar ævi. Það líf er auðugt, sem notað er til nytsamra starfa. Menn verða að temja sér að gefa meira en þeir þiggja og liggja aldrei á liði sínu. Þetta er erfið lexía mannlegum mönnum. 1 eðli okkar flestra er harla grunnt á letidýrinu. (Þýtt úr Physical Culture).

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.