Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 26
HEILSUVERND
Elling Tjgnnéland:
Engan frið að finna.
Eftirfarandi grein birtist í norska blaðinu „Hordaland" 29. ág. s.l.
Því máli, sem hún víkur að ætti hvert rit að Ijá rúm i dálkum
sínum og hver maður rúm í huga sínum. Tómlætisþögnin, sem yfir
þvi hvílir er uggvænleg. Á því veltur þó líf heimsins.
Fyrir aðeins sex vikum fór mikil loftvarnaræfing fram
í New York. 1 hinni opinberu tilkynningu var frá því skýrt,
stutt og laggott, að loftárásin (atómsprengjuárás) á mill-
jónaborgina myndi hafa kostað 4,4 milljónir manna lífið,
1,7 milljón hefði særst, 1,5 milljónir hefðu sloppið óskadd-
aðar, en 225 þúsundum hefði tekizt að forða sér úr borg-
inni, áður en sprengjan féll. I lok skýrslunnar var þess
getið, að talið væri að þessi æfing hefði tekizt mjög vel.
Það er gömul reynsla, að alþjóð manna á bágt með að
skilja til fulls stóru tölurnar í venjulegum blaðafyrirsögn-
um. Og þegar þær eru prentaðar með smáu letri skilja
menn hreint ekki neitt. Blöðin eru semsagt vön að gefa
það til kynna, ef eitthvað er sérlega fréttnæmt. En það
fréttnæmasta við slíka skýrslu er, að hún er svo sorglega
ófullkomin. — Það er t. d. ekki minnst einu orði á börnin,
sem fæðast myndu af þvi fólki, sem undan hefði komizt
á einn eða annan hátt.
Það er til skýrsla, sem hefði getað hjálpað yfirvöldunum
til að víkka út myndina. Það eru ljósmæðurnar í Nagasaki,
sem gert hafa þá skýrslu. Það má finna hana prentaða
með smáletri í tímaritum, og ég minnist þess ekki, að
hafa séð hana birta með neinum risafyrirsögnum í dag-
blöðunum. — Nagasaki-skýrslan frá 1944 er á þessa leið:
Frá því atómsprengjan féll á Nagasaki hafa 30.000 börn
fæðst í heiminn af þeim foreldrum sem eftir lifðu. Af