Heilsuvernd - 01.04.1957, Page 31

Heilsuvernd - 01.04.1957, Page 31
HEILSUVERND 27 Margar húsmæður hafa fært í tal að æskilegt væri að fá birtar í Heiisuvernd uppskriftir að þeim mat, sem á borðum er í heiísu- hæli N.L.F.Í. i Hveragerði. Viljum vér gjarnan verða við þeim óskum og birtum þvi hér allmargar uppskriftir, sem notaðar voru á matreiðslunámskeiði, sem haldið var á vegum N.L.F.R. á síðastliðnu hausti. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir: UPPSKRIFTIR að nokkrum daglegum réttum heilsuhælisins í Hveragerði. Salat með rifsberjum: Rifsberjum er blandað í rifnar gulrófur ásamt dálitlu af súr- mjólk og púðursykri. Rifsber má ávallt nota i staðinn fyrir sítrón- ur í salöt o. fl. og þau geymast liraðfryst allt árið. Hvítkálssalat með rjóma: Hvítkálið er skorið í örþunna strimla og blandað saman við það smáskornum sveskjum, púðursykri og þeyttum rjóma (sítrónu- safa ef vill). í staðinn fyrir sveskjur má nota blandaða ávexti, og er drýgra að leggja þá í bleyti yfir nótt. Gulrótasalat: Gulræturnar eru rifnar fínt, kryddaðar með sitrónusafa og púðursykri og rúsinum blandað saman við. í stað sitrónusafans má nota venjulegan ávaxtasafa. Grænkálssalat: Grænkálið er saxað smátt og blandað saman við rifnum ostí og söxuðum rúsínum. Þetta er hrært út í þunnt skyr og borið fram með þeyttum rjóma. Tómatgúrkusalat: Tómatar og gúrkur eru skorin i smábita, krydduð með púður- sykri og sítrónusafa. Gott er að setja söxuð seljurótarblöð eða klipptan graslauk í salatið.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.