Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 33

Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 33
HEILSUVERND 29 ostinum blandað í og að siðustu stífbeyttum hvítunum. — Vítamon sett í eftir bragði og jafningnum hellt yfir blómkálið i mótinu. Bakaður í vel heitum ofni, bar til bann hefur lyft sér vel og er gulbrúnn að lit. — Borðaður með hrærðu smjöri eða tómatsósu og hráum grænmetissalötum. í búðinginn má nota hraðfryst blómkál og hvítkál. Fjallagrasam jólk: l%líter mjólk, ca. Vi matsk. púðursykur, 2 hnefar fjallagrös, Vi liter vatn, 1 teskeið vítamon. Grösin hreinsuð í köldu vatni, tínd vel. Vatninu blandað i mjólk- ina, hitað. Grösin sett i mjólkina, þegar hún er komin að suðu, látin sjóða 1—2 mínútur, tekin af, brögðuð til og potturinn síðan tekinn af og lokað, látin standa i 5 mín. áður en borðuð er. Nota má klíð i súpuna, ef vill. K r ú s k a : • 3 bollar af kurluðum höfrum lagðir í bleyti í 1 líter af vatni og þar hjá 1 bolli af rúsínum, suðan látin koma unp og soðið í 2 mínútur. Þá er klíði og hveitikími blandað saman við, og pott- urinn byrgður þar til notað er. Grænmetissúpa:. 1 laukur, 4 gulrætur, 100 gr. hvítkál, Vi líter vatn, Vítamon, Vi se.ljurót eða seljurótarblöð, 2 kartöflur, 4 matskeiðar matar- olía, Vi dl. rjómi. Grænmetið skorið í strimla eða bita (gott að rífa það á gúrku- hefli í hrærivél), og soðið í olíunni í þykkbotnuðum potti, þar til það fer að sjatna, en má ekki brúnast. Sjóðandi vatninu faellt á og látið sjóða í 10 mín. Kryddað með vítamon og þeyttur rjóm- inn settur út í, um leið og hún er borin fram eða skammtaður á hvern disk. Gott er að klippa steinselju i súpuna eftir að hún hefur verið tckin af. Baunabuff: í buffið iná nota hvaða baunategund sem er, s. s. grænar baunir, linsur eða allar tegundirnar saman. 3 bollar snöggsoðnar baunir, 7 meðalstórar snöggsoðnar kart- öflur, 1 egg, 1 matsk. kartöfliimjöl, ef þarf vítamon. Baunirnar og kartöflurnar hakkaðar, kartöflumjöli bætt i, ef deigið er of blautt, eggið slegið sundur og blandað í deigið. Hrært, þar til það er samfellt. Gott er að setja i deigið saxað grænkál, klippta steinselju eða annað grænt. Hnoðað í lengju, sem skipt er í jafna bita, mótað milli liandanna i buffkökur og steikt Ijósbrúnt

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.