Heilsuvernd - 01.04.1957, Page 36

Heilsuvernd - 01.04.1957, Page 36
HEILSUVERND yiáiiúrulœkningafélag Tícijkfavíkur Aðalfundur var haldinn 28. febrúar s.l. I félaginu eru nú 1088 manns. Félagið hélt matreiðslunámskeið s.l. haust, sóttu það um 80 konur. Samþykkt var að félagið keypti skuldabréf af Náttúrulækningafélagi Islands vegna bygg- ingaframkvæmda á heilsuhælinu í Hveragerði, fyrir allt að 20 þús. krónur. Þá var samþykkt að skora á stjórn N.L.F.I. að vinna að því að tollar af nýjum innfluttum ávöxtum og grænmeti verði lækkaðir til mikilla muna, og að þær vörur fáist hér árið um kring. — I stjórn voru kosin: Frú Steinunn Magnúsdóttir, formaður. Meðstjórn- endur: Klemens Þorleifsson, Guðrún Árnadóttir, Svava Fells og Sigurjón Danívalsson. I varastjórn voru kosin: Kjartan Þorgilsson, Katrín Þórarinsdóttir og Sigríður Ás- mundsdóttir. Endurskoðendur: Þórður Halldórsson og Dagbjartur Gíslason. <o> Náttúrulækningafélagið Þörf í Hafnarfirði hélt aðal- fund sinn 7. marz. I stjórn voru kosin: Anna Eiríksdóttir form. Meðstjórnendur: Jón Matthísen, Þorsteinn Björnsson, Bergþóra Guðmundsdóttir og Árni Gunnlaugsson. Til vara voru kosin: Arinbjörn Guðjónsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Anna Jónsdóttir. Þá flutti Jónas Kristjánsson læknir fróðlegt og gott er- indi og svaraði fyrirspurnum að loknum flutningi. Var þvi næst sezt að rausnarlegum veitingum, sem stjórnin veitti fundargestum. Að lokum var sýnd kvikmynd. <o>

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.