Heilsuvernd - 01.11.1958, Side 5

Heilsuvernd - 01.11.1958, Side 5
HEILSUVERND 67 sem kynnzt hafa þessu félagsstarfi voru, að það er til þess stofnað að rækta heilbrigði, í stað þess að berjast við sjúk- dómseinkenni. I þessu starfi var Sigurjón oss ómetnanlegur liðsmaður. Komu þar fram hinir ágætu hæfileikar hans og áreiðanleiki ,sem skapaði honum svo mikla tiltrú. Hann fann vanalega einhver ráð, þegar aðrir voru ráðþrota. Fyr- ir það er nú félag vort komið svo langt, að í heilsuhæli þess dvelja um 70 gestir, og hamingjan hefir verið svo hliðholl, að flestir fá einhvern bata og sumir ótrúlega mik- inn. Vér getum þakkað þetta að miklu leyti vorum ágæta framkvæmdastjóra. Vér syrgjum þennan fórnfúsa vin vorn og starfsmann. Og vér spyrjum: Hvar er svo ágætan mann að finna, sem geti tekið við starfi hans? Því að skarð hans er vandfyllt. En umfram allt þökkum vér Guði fyrir að hafa gefið oss svo ágætan samverkamann. Ég vissi ekki annað en Sigurjón Danivalsson væri í bezta lagi hraustur. Hann notaði hverja helgi til að ganga á skíðum í háfjöll- um, oft í stórhríð, um hávetur. En ég hefi nú heyrt, að hann hafi fyrir allmörgum árum fengið veilu fyrir hjart- að. Og nú hné hann niður fyrirvaralaust. Þetta kom oss vinum hans og samstarfsmönnum mjög á óvart. Eitt sinn var félag vort illa statt, og horfði óvænlega um framtíð þess. Ég leitaði þá ráða til snillingsins Gretars Fells, vinar míns. Hann benti mér á Sigurjón Danivalsson. Þetta ráð brást mér ekki. Þessi ágæti vinur tók föstum tökum á málum félags vors og reisti við fjárhag þess. Bygg- ing heilsuhælisins var hafin, og hefir það nú starfað í full þrjú ár. Ég efast ekki um, að slíkum manni sem Sigurjóni Danivalssyni er ætlaður starfi í æðra heimi. Mér þykir heldur ékki ólíklegt, að hann horfi til vor, sem nú stöndum við starfið hér. Nú er þessi ágæti og trúi þjónn fallinn fyrir sverði þess, sem valdið hefir. Vér þökkum góðum Guði fyrir að hafa gefið oss þennan ágæta vin, sem unnið hefir að velferð og hjálp til handa hinum mörgu, er dvalið hafa í heilsuhæli félagsins. Jónas Kristjánsson.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.