Heilsuvernd - 01.11.1958, Page 10

Heilsuvernd - 01.11.1958, Page 10
72 HEILSUVERND mölur og ryð fá ekki grandað. Hann fann á sér, hvar hjálpar var þörf og lá þá ekki á liði sínu. Á ytra borði átti hann til að vera dálítið hrjúfur, en margir fengu að reyna, að stutt var innúr. Okkur Sigurjóni lét vel að ráfa um reginfjöll og ræða mannlegt líf. Stundum komast menn nær hvorum öðrum á einu augnabliki í faðmi fegurðarinnar en við margra ára kynni í háværum heimi. Eitt sinn barst talið að eigin eðli. Oft má lýsa innsta eðli manna einu orði. Þó að þættir persónuleikans séu margslngnir, er oftast einn öðrum þrótt- meiri, megin þátturinn — einskonar samnefnari í sál mannsins. Hvert var álit Sigurjóns í því efni? Hver var samnefnarinn hans? — Blíðlyndi, áleit hann sjálfur. Og ég veit það var rétt. Hann fór jafnan nærri sannleikan- um í sjálfsmati. Það er meira en margur getur. Að mínu viti áttu hreinlyndi og þróttur einnig mjög sterk ítök í Sigurjóni. Hann iðkaði drengskap á degi hverjum og féll aldrei verk úr hendi. Við Sigurjón áttum gott samstarf, því að skoðanir okkar féilu vel saamn. Báðum var Ijóst, að náttúrulækningastefn- an er mannræktarstefna, sem miðar að því að skapa betri menn og heilbrigðari heim. Víst eru þeir of fáir og of smá- ir, sem vinna að því marki. Enn hefur helstefnan völdin- En við trúum því, að hún hljóti að lúta í lægra haldi fyrir lífsstefnunni. Þess munu sjást merki áður en öll nótt er úti. „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ er kjörorðið og því viljum við vera trúir þessa heims og annars. Álit okkar var, að störf og árangur félags okkar og ann- arra samherja auglýsti sig sjálft, ef í réttum anda væri unnið. Okkur væri lítil þörf á gjallarhornum og bumbu- slætti — sannleikurinn er sagna beztur. Við reyndum eftir getu að hafa valinn menn í hverju rúmi að svo miklu leyti sem við gátum. Hælið okkar átti að vera líkast stóru heim- ili, þar sem öllum finnst þeir eiga heima. Heimili sem veit- ir heilbrigði og holl ráð í veganesti á óförnum vegi ævi leiðinnar. Það er von okkar sem eftir stöndum á strönd-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.