Heilsuvernd - 01.11.1958, Síða 11
HEILSUVERND
73
inni, að við berum gæfu til að styðja þessar hugsjónir
fram til sigurs. Þannig heiðrum við bezt minningu Sigur-
jóns og gæzku þess gjafara sem sendi okkur svo góðan
liðsmann.
Danivalsson
Mörgum verður þinn missir sár,
mestur þó okkar góða hæli.
Ég felldi á mynd þína fáein tár,
fann ekki betri eftirmæli.
Lilja Björnsdóttir.
Kapellusjóðnr
Stofnaður hefur verið sjóður, til þess að standa straum
af byggingu kapellu við heilsuhælið í Hveragerði. Verður
hún tengd minningu Sigurjóns Danivalssonar, fyrsta fram-
kvæmdastjóra hælisins, sem lézt 15. ágúst s.l- Jafnframt
verður kapellan sjáanleg viðurkenning þess, að þeim, sem
að stofnuninni standa, er ljóst, að maðurinn lifir ekki á
brauðinu einu saman. Hugsjón náttúrulækningastefnunnar
er „heilbrigð sál í hraustum líkama“, og því marki verður
aldrei náð nema andanum sé sýnd sú virðing, sem hon-
um ber.
Teikning hefur enn ekki verið gerð af kapellunni, og
hefur ekki verið tekin ákvörðun um, hvert form henni
verður valið, en flestum ber saman um, að hún eigi ávallt
að vera opin þeim, sem þangað vilja koma til að leita friðar
í kyrrlátri fegurð. Þegar hafa safnast um 20 þúsund krón-
ur. Þeir, sem hug hafa á að styrkja málefni þetta, eru vin-
samlega beðnir að senda framlög sín til framkvæmdastjóra
heilsuhælis N.L.F.Í. í Hveragerði, Árna Ásbjarnarsonar.