Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 14
76 HEILSUVERND líffærum og væri meginorsök tannskemmdanna. Frá þessu er sagt m. a. í bók Are Waerlands, ,,Sannleikurinn um hvíta sykurinn", fyrstu bókinni, sem NLFf gaf út. Þar er því haldið fram, að tannskemmdirnar komi „innan frá“. Gall- inn við þessa tilgátu var sá, að ekki var hægt, eins og þeg- ar hefir verið sagt, að sýna fram á neinn mun á heilbrigð- um og skemmdum tönnum við efnagreiningu eða smásjár rannsókn. Nú hefir þýzkur vísindamaður, prófessor dr. med Fried- rich Proéll, leyst þessa gátu. Við smásjárrannsóknir á ör- þunnum sneiðum úr tönnunum notar hann svokallað ,,polariserað“ Ijós. Þá koma fram breytingar í hinum skemmdu tönnum, breytingar, sem sjást ekki í heilbrigðum tönnum né heldur í venjulegu Ijósi. Þessar breytingar eru í því fólgnar, að tannbeinið og glerungurinn verður gisnari og veikbyggðari. Ennfremur sést, að fram á þrítugsaldur liggja fínir gangar út í glerunginn innan frá, svo að ber- sýnilegt er, að glerungurinn fær næringu frá tannrótinni fram á fullorðins aldur. Það lætur næsta ótrúlega í eyrum, að gerlar geti unnið á jafnhörðu efni og tannglerungurinn er. Nú er ekkert dularfullt við þetta lengur. Tennurnar veiklast fyrst og fremst af efnaskorti, detta jafnvel á þær holur án atbeina gerla. Frumorsökin er þá efnaskortur, en gerlarnir koma í kjölfarið. Með því að sameina báðar þessar tilgátur, skýrist margt, sem áður var erfitt að skilja. T. d. sú staðreynd, að meðan tannáta var óþekkt, var ekki til siðs að bursta á sér tenn- ur. Tennurnar voru heilbrigðar, svo að gerlar, sem kunna að hafa sezt í matarleifar, unnu blátt áfram ekki á tann- glerungnum. Ennfremur það, að aukin notkun tannburst- ans virðist ekki hafa megnað að draga úr tannátu; það stafar bæði af því, að tennurnar skemmast fyrst og fremst innan frá, og af hinu, að til þess að tannburstinn komi að tilætluðum notum, þarf að bursta tennurnar í hvert sinn, sem menn borða sætindi eða mjölmat. Það er að vísu sjálf-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.