Heilsuvernd - 01.11.1958, Side 15

Heilsuvernd - 01.11.1958, Side 15
HEILSUVERND 77 sögð hreinlætisráðstöfun að bursta tennur og hreinsa munn t .d. kvölds og morgna, en það er lítil eða engin vörn gegn tannskemmdum. Loks má minnast á þátt flúorsins, sem mjög hefir verið á dagskrá víða erlendis á undanförnum árum. Nokkuð er af þessu efni í tannglerungnum og á þátt í hörku hans. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að í sumum borgum, þar sem lítið er af flúor í drykkjarvatni, ber meira á tannskemmdum en ella. Hefir því verið tekið til bragðs, að bæta flúor í drykkjarvatn sumra þessara borga, og það með þeim árangri, að dálítið hefir dregið úr tann- skemmdunum. Nú fylgir sá böggull skammrifi, að þetta flúorsamband, sem bætt er í drykkjarvatnið, er mjög eitrað. Of mikið af því veldur sérstökum skemmdum á tönnum; það er flúorinn, sem veldur ,,gaddi“ í búpeningi okkar. Og fjöldi lækna hafa eindregið sett sig upp á móti því, að slíku efni sé blandað í drykkjarvatn almennings, telja, að árangur- inn sé ekki það mikill, að hann vegi á móti áhættunni. Auk þess er bersýnilegt, að flúorskortur er ekki nema lítilfjör- legur þáttur í orsökum tannskemmda, þar eð þær eru á háu stigi jafnvel í borgum eða landshlutum, þar sem nóg- ur flúor er í drykkjarvatni og jarðvegi. Eðlilegasta og eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli er því sú, að koma á breytingum á viðurværi, fyrst og fremst hjá börnum og unglingum. Þýðingarmest er að draga úr neyzlu sætinda og fínnar mjölvöru. Til að koma í veg fyrir misskilning, er rétt að taka það fram, að með sætindum er hér ekki átt við ný eða þurrkuð aldin, því að þar eru sykurefnin í náttúrlegum samböndum og ekki það samanþjöppuð, að saknæmt sé. B. L. J.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.