Heilsuvernd - 01.11.1958, Page 23

Heilsuvernd - 01.11.1958, Page 23
HEILSUVERND Hversvegna fá dýr ekki krabbamein í maga? 1 Heilsuvernd, 3. h. 1949, bls. 18, segir svo í greinaflokk- inum „Vörn og orsök krabbameins“: „Krabbamein kemur fyrir í dýrum, einkum húsdýrum, og langoftast í þeim dýr- um, sem standa næst manninum og eta af borðum hans. En hinsvegar er það hrein undantekning, að þessi dýr fái krabbamein í munn eða maga“. I Fréttabréfi um heilbrigöismál, sept.—okt. 1953, ritar prófessor Níels Dungal um magakrabba í mönnum og dýr- um. Skýrir hann svo frá, að krabbamein sé algengara í maga mannsins en í nokkru öðru líffæri, hér á landi og víðar um helmingur allra krabbameina. Siðan segir svo í greininni: „Dr. P. R. Peacock, sem er forstöðumaður krabbameins- rannsóknarstöðvarinnar í Glasgow, skrifaði ritgerð um þetta efni í febrúar 1953, þar sem hann ræðir um þann mikla mun, sem er á mönnum og dýrum í þessu efni. 1 dýr- um koma fyrir krabbamein af ýmsum tegundum víðsvegar í líkama þeirra. En hjá þeim er afar sjaldgæft að finna krabbamein í maga. 1 dýragörðum hefir mikill fjöldi dýra verið krufinn, og mörg þeirra eru gömul, en það kemur varla fyrir, að krabbamein finnist í maga þeirra. 1 Suður- Afríku eru landsvæði friðuð til að varðveita sem flest af villtum dýrum landsins. Dýrin, sem deyja á þessum svæð- um, eru rannsökuð, og liggja þegar fyrir allvíðtækar rann- sóknir á banameinum þeirra. Jackson birti 1936 yfirlit yfir rannsóknir sínar á æxlum í húsdýrum, og af 119 ill- kynjuðum æxlum í hestum var aðeins eitt í maga. I engu öðru dýri fann hann krabbamein í maga. Svipuð er reynsl-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.