Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 25

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 25
HEILSUVERND 87 og góðkynja þekjufrumuæxli o. þ. u. 1., en allt slíkt virðist ótvirætt örva til krabbameinsmyndunar, og er þetta ef til vill ein meginorsök þess, hversu krabbamein eru tíð einmitt í þessu líffæri“. Það er eftirtektarvert, að magakrabbi er sjaldgæfur meðal Asíuþjóða ,nema í Japan. En Japanir eru líka kunn- ir fyrir notkun á mjög sterku kryddi. Dýrin borða heldur ekki krydd, né heldur „æsandi drykki“, svo sem áfenga drykki, kaffi og te. Ekki reykja dýrin heldur, en tóbaks- reykur á vafalaust sinn þátt í að erta slímhúðir maga. Og enn er einn mikill munur á matarvenjum dýra og manna: Dýrin leggja sér aldrei til munns heitan mat eöa drykk. En fjöldi fólks hellir í sig sjóðheitum súpum og kaffi, sem brenna slímhúðir vélinda, maga og skeifugarnar. Sérstaklega athyglisverð eru þau ummæli dr. Hansen, að krabbamein „virðist aldrei myndast af fullkomlega heil- brigðum frumum“. Hið sama sagði einn þekktasti skurð- læknir Breta, Sir W. A. Lane: „Krabbamein kemur aldrei í heilbrigt líffæri", og hefir áður verið vitnað í orð hans hér í ritinu. Menn þurfa með öðrum orðum að hafa skemmt eða veiklað líffæri sín eða líkamsvefi, til þess að þeir verði móttækilegir fyrir krabbamein. Af því leiðir þá að sjálf- sögðu, að allt það, sem veiklar frumur eða vefi likamans, hvort heldur áhrif skaðlegra efna eða vöntun nauðsyn- legra næringarefna, getur boðið krabbameini heim. Af framansögðu má sjá, að miklar líkur benda til þess, að unnt væri að útrýma magakrabba að mestu með tiltölu- lega einföldum ráðum: Með því að forðast heitan mat og drykk, æsandi drykki, tóbak, sterkt krydd, steikta feiti og með því að tyggja matinn vel. Þessar breytingar einar mundu draga mjög úr meltingarsjúkdómum og bæta heilsufarið til mikilla mun að öðru leyti. Og auðvitað yrði árangurinn enn betri, ef samtímis væri gerð breyting á mataræðinu í þá átt að auka neyzlu óspilltrar, lifandi fæðu, en útrýma að sama skapi hinum óhollari fæðu- tegundum. B. L. J.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.