Heilsuvernd - 01.11.1958, Qupperneq 26

Heilsuvernd - 01.11.1958, Qupperneq 26
HEILSUVERND Sykursýki læknast með hráfæði - að læknisráði Mona Amberntson veiktist af sykursýki árið 1933, að- eins 19 ára að aldri. Hún lagðist í sjúkrahús, var látin fasta í nokkra daga, en fékk þó að drekka kaffi og súpur. Síðan var henni fyrirskipað kraftfæði: 4 egg á dag, 150 gr kjöt, 75 gr flesk, 75 gr ostur og 2 dl af þeyttum rjóma. Kartöflur mátti hún ekki borða, en hinsvegar fékk hún nóg af soðnu grænmeti. Slíkt var viðurværi hennar sex daga vikunnar, en sunnudagurinn var hvíldardagur, þá fékk hún ekki annað en kaffi og súpu að vild. Að mán- uði liðnum var blóðsykurinn orðinn eðlilegur, 0.1%, og henni var leyft að fara heim. Á næstu árum hækkaði sykurmagn í blóði og þvagi við og við, og árið 1937 varð hún að leggjast í sjúkrahús á nýjan leik. Þá hafði hún lagt svo af, þrátt fyrir kraftfæðið, að hún hafði létzt úr 50 kg niður í 37 kg. Nú var farið að gefa henni insúlín og því haldið áfram eftir heimkomuna. Næstu 12 ár hélt hún sér við með insúlíni, en árið 1949 varð hún að leggjast í sjúkra- hús í þriðja sinn, og eftir þá legu var blóðsykurinn 0.39% eða um fjórum sinnum meiri en eðlilegt er. Mona Amberntson gat haft fótavist og stundað vinnu sína. En hún var aldrei heilbrigð.Og nú tók að bera á æ fleiri sjúkdómseinkennum. Sjóninni hrakaði, það gróf und- ir tönnunum, og hárið datt af henni. Hún var síþreytt og varð lotin. Bólgur komu í fótleggi og víðar um líkamann. Og er hún lagðist í fjórða sinn í sjúkrahús, var komin eggjahvíta í þvagið, auk sykursins. Þá var henni bannað að borða saltmeti, en fæðinu og meðferðinni ekki breytt

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.