Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 95 m. a. hvort þær séu arfgengar. Enginn vafi er á því, að svo er í sumum tilfellum. En nú hallast vísindamenn að því, að oftast stafi vanskapanir af áhrifum, sem fóstrið verður fyrir í móðurkviði, aðallega á fyrstu mánuðum meðgöngu- tímans. Þá eru helztu líffærin að fá sína ákveðnu mynd, sem þau halda síðan, þó að þau stækki og þroskist. Þegar á 4. viku meðgöngutímans er myndaður vísir að hjarta, sem farið er að slá, og er fóstrið þá, sem hefir enn egg- lögun, ekki nema 3—4 mm á lengd. En endanlegt form hefir hjartað fengið eftir 3 mánuði. Fyrstu vikurnar og mánuðina eru fósturvefirnir við- kvæmastir fyrir næringarskorti og fyrir ytri áhrifum. Þannig eru radíum- og röntgengeislar mjög hættulegir fóstrinu ,og er því forðast eftir föngum að taka röntgen- myndir af vanfærum konum, einkum fyrstu mánuði með- göngutímans. Margar dýratilraunir hafa verið gerðar í þessu sam- bandi. Við að svipta rottur fjörefnum hafa komið fram margskonar vanskapanir, m. a. klofinn gómur og vanskap- anir á augum. Dýratilraunir hafa sýnt, að vansköpunin virðist fara m. a. eftir því, hvaða líffæri er í myndun eða örustum vexti á þeim tíma, þegar dýrið er látið verða fyrir hinum tilætluðu áhrifum. Má þannig framleiða nokk- urnveginn að vild vanskapanir á hjarta, heila og mænu og fleiri líffærum í rottum og músum, m. a. með geislunum með röntgen- eða radíumgeisium. Það hefir sýnt sig, að skortur á A- og B-fjörefnum veldur vansköpunum á beina- grind. Þá er fóstrið sérstaklega viðkvæmt fyrir áhrifum sumra veira (virus). Þannig er það alkunna, að ef konur fá rauða hunda á fyrstu 3 mánuðum meðgöngutímans, er hætt við vansköpunum á fóstrinu, sumir telja í 7% til- fella, og um 20% barnanna fæðast andvana. Meðal van- skapana í þessum flokki er blinda, heyrnarleysi, missmíði á hjarta og heila og geðbilun. Af þessum sökum er konum heimilt að láta eyða fóstri ,ef þær fá rauða hunda á þessu tímabili.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.