Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 5
6
Á SNYRTISTOFU.........................................
Okkur lék forvitni á að vita hvaða þjónustu væri hægt að fá á
snyrtistofum, hverjir kæmu þangað helst og í hvaða tilgangi.
Við fengum Guðrúnu Möller fyrirsætu til þess að reyna ýmsar
gerðir af andlitsböðum og nuddi og urðum nokkurs vísari.
SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR......................12
Hér kynnumst við forvörnum á austurlenskan máta er þyggja á
því að lesa úr andlitum manna hvaða sjúkdóma þeir hafi
tilhneigingu til að fá.
HULDI SJÚKDÓMURINN.................................21
Ævar Jóhannesson er mörgum að góðu kunnur fyrir einstakt
starf er tengist m.a. gerð seyða úr íslenskum jurtum. Við báðum
hann að segja frá hinni illræmdu candida-sveppasýkingu sem er
afar algeng hérlendis, en þrátt fyrir það hefur hún ekki hlotið
almenna viðurkenningu sem sjúkdómur.
M AT ARHORNIÐ.......................................30
Hrafnhildur S. Ólafsdóttir fjallar að þessu sinni um þaunir og
gefur okkar nokkrar Ijúffengar uppskriftir.
GETNAÐARVARNIR......................................35
Hér er fjallað um allar helstu gerðir getnaðarvarna, nýjungar á
þessu sviði og litið á aðferðir sem forfeður okkar notuðust við.
JURTIN..............................................40
Senn kemur vorið með blómstur í tún og því tímabært að hugsa
fyrir jurtatekju. Ólafur Guðmundsson lyfjafræðingur flytur okkur
fróðleik um jurt sem af sumum er illræmd, nefnilega Túnfífilinn.
UNGLINGURINN OG SÍGARETTAN...........................44
Ungur kennari, Oddur Albertsson að nafni, er starfar á vegum
Krabbameinsfélags Reykjavíkur að forvörnum meðal unglinga
segir hér frá starfi sínu. Oddur bendir m.a. á lævísar aðferðir
tóbaksframleiðenda til þess að koma vöru sinni á framfæri.
ÚTGEFANDl: Náttúrulækningafélag íslands.
RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐ: Kolbrún Sveinsdóttir.
RITNEFND: Hrafnhildur S. Ólafsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir og Regína
Stefnisdóttir. ÚTLIT OG UMBROT: Kolbrún Sveinsdóttir. AUGLÝSINGAR:
Björg Stefánsdóttir. PRÓFÖRK: Pétur Urbancic. MYNDIR: Jens Alexanderson.
FILMUVINNA OG SKEYTING: Prentmyndastofan. PRENTUN: Prenttækni.
DREIFING REYKJAVÍK: Ævar Guðmundsson sími: 985-23334
Skrifstofa NLFÍ, Laugavegi 20B, Reykjavík. ÁSKRIFTARSÍMI: 91-16371.
FRÁ RITSTJÓRA
Það er dýrara að lifa á
náttúrulækningafæði...
Heilsuvernd hefur nú komið út í 46
ár og fræði náttúrulækningastefn-
unnar hafa ekki breyst. Það sem
hefur þó breyst er viðhorf
almennings til fæðu og forvarna.
Fyrir 50 árum var starf félagsins og
þar með blaðsins brautryðjenda-
starf en nú er flestum orðið Ijóst að
sú byltingarkennda stefna í
hollustumálum sem Jónas
Kristjánsson, upphafsmaður
Náttúrulækningastefnunnar,
boðaði hefur við rök að styðjast
og á fullt erindi til manna í dag,
það sannar m.a. sá fjöldi nýrra
áskrifenda og kaupenda blaðsins
sem bæst hafa í hópinn á
síðastliðnu ári. Heilsan er okkar
dýrmætasta eign og við getum
hlúð að henni með ýmsu móti.
A sama hátt og augun eru spegill
sálarinnar endurspeglar ytra útlit
heilbrigði. Fegurðin kemur innan
frá og því fer fjarri að útlitið sé
marklaus hégómi. Austurlensk
læknisfræði tekur mið af þessu.
Þar telja menn sig geta greint
sjúkdóma, eða tilhneigingar til
þess að fá ákveðna sjúkdóma, í
andliti fólks. Þess ber að geta að
aðferðin er þó fyrst og fremst
notuð til forvarna.
Um leið og ég fylgi þessu eintaki
af Heilsuvernd úr hlaði langar mig
til þess að bjóða nýja áskrifendur
velkomna en læt þó fljóta með
aðvörunarorð: Það er dýrara að lifa
á náttúrulækningafæði af því að
maður lifir lengur!
5