Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 7
HÚDIN endurspeglar
innra ástand líkama
og sálar.
HÚÐIN er stærsta
líffæri okkar.
krem henti húðinni. Það
er heldur ekki sama
hvernig þau krem eru
notuð. Mikið er um
nýjungar á markaðinum
og segir María að t.a.m.
séu til krem fyrir eldri
húð sem eigi að örva
frumumyndun
húðarinnar. „Þessi krem
koma í veg fyrir að slæm
ör myndist því að þau
hjálpa til við
uppbyggingu
húðarinnar og geta því
hentað unglingum þótt
þau séu einkum ætluð
fyrir eldri húð".
María segir að hún fari
ávallt varlega í meðferð
slæmra fílapensla því að
hún telur hættulegt að
kreista þá um of. Þá
ráðleggur hún viðskipta-
vininum frekar að fara til
læknis og fá viðeigandi
lyf til að drepa niður
bakteríur. Þegar þeirri
meðferð er lokið getur
hún ráðlagt frekar um
notkun andlitsmaska og
kremtegunda. „í þessu
fagi verður starfsfólk að
þekkja sín takmörk",
segir María, sem alla tíð
hefur lagt áherslu á náið
samstarf við lækna
þegar vafaatriði koma
upp í sambandi við
meðferð húðarinnar.
„Að taka enga áhættu,
eru mín einkunnarorð.
Frekar viðurkenni ég
takmörk mín og geri
minna".
LÍFERNIÐ
ENDURSPEGLAST í
HÚÐINNI
Ráðleggingar sem María
og stúlkurnar á
snyrtistofu hennar gefa
varðandi daglega
umhirðu húðarinnar
tengjast aðallega heilsu-
samlegu líferni en það er
undirstaða heilbrigðrar
húðar. Gott mataræði
hefur mikið að segja svo
og útivera og góður
svefn. Mikil neysla
sætinda og gosdrykkja
endurspeglast í útliti
húðarinnar og reykingar
leyna sér heldur ekki.
Segist María sjá um leið
hvort manneskja reyki
eða ekki en húð reykinga-
fólks er fölari, þykkari og
hrukkóttari en annarra.
Þannig kemur húðin upp
um innra ástand líkam-
ans og nefnir María
einnig að hún sjái yfirleitt
á húð konu ef hún er
ófrísk því að þá verður
húðin ofnæmisgjarnari
og hleypur upp við
minnsta áreiti. Einnig
koma fram ákveðnar
breytingar á húð þeirra
kvenna er nota
getnaðarvarnarpillur.
RAFBYLGJUMEÐFERÐ
VARHUGAVERÐ
Andlitsböð og
andlitsnudd eru einn
viðamesti þátturinn í
starfsemi snyrtistofa og á
þessu sviði sem öðrum
HÚÐVANDAMÁL er
best leyst með því að
finna orsökina sem
getur verið
sjúkdómur, rangt
mataræði eða andleg
vanlíðan.
HÚÐIN gegnir því
mikilvæga hlutverki
að halda iíkamshita
okkar í nákvæmu
jafnvægi.
HEILINN fær fleiri
taugaboð frá húðinni
en öllum öðrum
skynfærum líkamans
til samans.
í HÚÐ meðalstórs
manns eru um 2,5
milljónir svitakirtla.
SVITAKIRTLAR eru
hvað flestir í lófum
og á iljum.
ANDREMMA getur
stafað frá
svitalyktareyði því að
við notkun hans er
starfsemi
svitakirtlanna vísað
til lungnanna.
HÚDIN framleiðir allt
að 3/4 þess D-
vítamfns sem
líkaminn þarfnast.
HÚÐINNI er hollara
að komast í beina
snertingu við ferskt
loft heldur en við
sólarljós.
HÚÐ reykingafólks
verður gráleit,
hrukkótt og þykk.
7