Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 10

Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 10
UM ÁHRIF LITA Læknum hefur lengi verið kunnugt um áhrif lita á menn og dýr. Sumir litir verka örvandi, aðrir róandi, sumir draga úr spennu og kvíða, aðrir æsa og valda líkamlegri vanlíðan. Breytingar á litum í stórum verksmiðjum hafa haft í för með sér ótrúlega aukningu á vinnuafköstum. Með breyttu litavali má draga úr augnþreytu starfsmanna, bæta skaplyndi og vinnugleði þeirra, vinnan verður betur af hendi leyst og vinnuslysum fækkar. í sjúkrahúsum hefur með breytingum á litum í húsakynnum náðst betri árangur í starfi lækna og hjúkrunarfólks, og þetta hefur flýtt fyrir bata sjúklinganna. í skólum hefur athygli og einbeiting nemenda aukist og dregið úr augnþreytu nemenda og kennara. Hótel og veitingahús hafa með litavali haft góð áhrif á umhverfi gestanna, gert það vingjarnlegra þeim til ánægju og gleði. Á sama hátt má einnig breyta skrifstofum, þannig að þær sýnast rúmbetri, skemmtilegri fyrir augað, með góðum áhrifum á heilsu starfsfólks og vinnuafköst. í verksmiðju einni í London höfðu fjarvistir vegna veikinda kvenfólks aukist mjög. Sérfræðingur í litameðferð var til kallaður. Hann sá að í verksmiðjunni voru notuð bláleit Ijós, og því höfðu konurnar fölt og guggið útlit, m.a. þegar þær sáu sig í spegli, og af þessu urðu þær blátt áfram miður sín og veikar. Eftir að veggirnir, sem voru gráir, höfðu verið málaðir með hlýjum Ijósbrúnum lit sem dró úr áhrifum bláa Ijóssins, minnkuðu veikindaforföll fólksins og urðu með eðlilegum hætti. í annarri verksmiðju var litunum á vélunum breytt, þær voru nú málaðar Ijósgular. Skaplyndi starfsfólksins tók miklum stakkaskiptum, slysum fækkaði, og menn og konur fóru að syngja við vinnu sína, en voru áður sínöldrandi. í matstofu verksmiðju einnar voru allir veggir Ijósbláir. Starfsfólk verksmiðjunnar kvartaði u m kulda þótt hitinn væri 22° C, og sumir komu þangað til matar í yfirhöfnum og kvörtuðu um kulda við 24°. Eftir að veggirnir höfðu verið málaðir gulir fannst öllum of heitt, og við 22° hita leið öllum vel. Þá er það eftirtektarvert að tímaskyn manna breytist eftir herbergislit, tíminn er lengur að líða í rauðu herbergi en grænu. Tilraun var gerð með tvo hópa sölumanna, sem sátu á fundi, annar í rauðu, hinn í grænu herbergi, og úrin tekin frá þeim. Eftir þrjár klukkustundir voru þeir spurðir, hve langur tími væri liðinn. Þeir sem voru í rauða herberginu áætluðu það sex klukkutíma, hinir í græna herberginu minna en þrjá tíma. Flestum finnast dökkir hlutir þyngri en Ijósir. Verkamenn sem unnu við flutning á vörum í svörtum umbúðum kvörtuðu yfir því að kassarnir væru of þungir og ofreyndu bakið. Eftir að einhverjum hugkvæmdist að hafa umbúðirnar grænar fannst verkamönnunum kassarnir miklu léttari, enda þótt þyngdin væri nákvæmlega hin sama. Rauður litur verkar hvetjandi, grænn sefandi og eykur vellíðan, og svartur veldur þunglyridi. Blackfriars-brúin í London var illræmd fyrir það hve mörg sjálfsmorð voru þar framin, en hún var byggð úr svörtu járni. Hún var máluð græn, og sjálfsmorðum þar fækkaði um þriðjung. (Úr „Colour Therapy" eftir Lindu Clark) 10

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.