Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 14
í andlitum er hægt að greina
áhrif hinna innri afla. Sumir
eru með innstæð augu (yang),
aðrir með útstæð augu (yin).
Þeir sem skarta flötu nefi gætu
átt erfitt með að halda
gleraugum uppi en þar sem
flatt nef lýsir yang-ástandi eru
litlar líkur á að þörf sé á
gleraugum.
Munnar geta ýmist verið
þrútnir og útstæðir eða þunnir
og grunnir. Fólk með þunnar
varir er yfirleitt sterkt en því
hættir til að vera ósveigjan-
legt.
Lóðréttar línur í andliti eru yin,
en láréttar línur eru yang. Mjó
og löng augu eru því meira
yang, en stór og opin augu
eru yin, lóðréttu öflin eru þar
ráðandi.
Langt nef er yin, sérstaklega
þó ef það er mikið útstætt, en
flatt nef er meira yang. Séu
nasirnar sem útþandar í
lárétta stefnu sýnir það
einstakling í yang-ástandi.
Annað mikilvægt merki um
yang-ástand er þegar
kjálkarnir éru stórir og vel
lagaðir. Einstaklingar með
þess konar lárétt mótað
andlitsfall eru oft mjög
athafnasamir.
Yin-lagað andlit:
Hakan er skörp
Andlitið myndar þríhyrning
sem vísar niður
Ennið er stórt
Yang-lagað andlit:
Hakan er sem nær flöt
Andlitið myndar þríhyrning
sem vísar upp
Samdráttur í andlitsfalli
(yang):
Hlutfallslega stutt er milli
augna og munns (a)
Mjög stutt er milli augna (b)
Nefið er flatt
Augun eru iítil
Útvíkkun í andlitsfalli (yin):
Frekar langt er milli augna
og munns (a)
Frekar breitt er milli ytri
augnkróka (b)
Nefið er langt og þanið
Augun eru stór
Augu
Augasteinar sem vísa að nefi
vitna um yang. Almennt merki
um of hátt sýrustig í blóði og
háan blóðþrýsting.
Augasteinar sem vísa að
eyrum eru merki um yin.
Almennt merki um að blóðið
sé of lútarkennt og hætta sé á
krabbameini.
Þegar annar augasteinninn
vísar að nefi en hinn er
eðlilegur getur það bent til
sykursýki.
Hægt er að skipta augasteini
niður í yin- og yang-svæði.
Yang er það svæði augans
sem liggur frá miðju þess og
í átt til nefsins en yin frá miðju
og í átt til eyrans. Yang-
svæðið svarar til líkamans að
aftanverðu en yin-svæðið til
líkamans að framanverðu.
Séu öll líffæri líkamans veik
er hægt að greina tólf blóð-
hlaupnar línur í augnhvítunni.
Venjulega er hægt að sjá fjórar
iínur en ef þær eru orðnar sex
talsins er um alvarleg veikindi
að ræða. Þessar iínur segja
okkur að ójafnvægi sé í
líkamsstarfseminni.
Neyti maður matar fyrir
1 4
NEF