Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 22
Hann er kallaður
candida-
sveppurinn.
Hvaða áhrif hefur
hann á heilsu
okkar?
Á síðari árum
hefur fjöldi
sýkinga þó aukist
geigvænlega,
þrátt fyrir bætta
heilsugæslu og
aukinn þrifnað.
Ástæðan fannst
líka von bráðar.
Pegar sýklalyf eru
gefin við einhverri
bakteríusýkingu
vinna þau ekki
eingöngu á þeim
sýklum sem þeim
er ætlað að
útrýma...
HVAÐ ER SVEPPASÝKING?
Flestum munu sennilega koma í
hug fótasveppir eða sveppir í
munni þegar minnst er á
sveppasýkingu.
Sveppasýking er þó miklu
víðtækari en svo að þessi
afbrigði hennar nægi til að
upplýsa málið að gagni.
Sveppasýking getur stafað af nokkrum
tegundum og afbrigðum sveppa en í
þessari grein verður fyrst og fremst
fjallað um sýkingu af tegundinni
„candida albicans" þar sem sýking af
völdum þess svepps er sennilega
alvarlegust þeirra sveppasýkinga sem
þjá almenning.
Candida-sýking hefur verið mjög í
sviðsljósinu undanfarin ár og mikið
rannsökuð af vísindamönnum.
Candida albicans-gersveppurinn hefur
lengi verið þekktur og Hippocrates talar
um sýkingu, sem sennilega má rekja til
hans, fyrir meira en 2000 árum.
Á síðari áratugum hefur þó orðið
uggvænleg aukning sýkinga af ýmsu
tagi sem rekja má til candida-sveppsins
og tengja orsökum sem ræddar verða
hér á eftir.
Candida-sveppurinn er ein þeirra
örvera sem lifir næstum alls staðar í
náttúrunni þar sem hæfilegur raki og
hiti og eftirlætisviðurværi hans, sykur
og sterkja, eru til staðar.
Margir hafa æ ofan í æ orðið fyrir
sýkingu af candida-sveppnum án þess
að líða af því sjáanlegt heilsutjón. Þetta
er m.a. Ijóst af því að mótefni (antibody)
gegn honum finnast í blóði alls þorra
manna.
Stundum verður þó eitthvað þess
valdandi að sveppunum fer að fjölga
óhóflega á einhverju ákveðnu svæði
líkamans og þá er fyrst farið að tala um
sveppasýkingu.
Verði fjölgunin útvortis, t.d. á tám eða
í munni, uppgötvast sjúkdómurinn
fljótt og með viðeigandi ráðstöfunum
má oft halda honum í skefjum. Hann
veldur þá fyrst og fremst óþægindum
en ekki alvarlegu heilsutjóni.
Flestir læknar litu slíkar sýkingar því
ekki alvarlegum augum.
Á síðari árum hefur fjöldi sýkinga þó
aukist geigvænlega, þrátt fyrir bætta
heilsugæslu og aukinn þrifnað.
Ástæðan fannst líka von bráðar.
SVEPPASÝKIIMG OG SÝKLALYF
Þegar sýklalyf eru gefin við einhverri
bakteríusýkingu vinna þau ekki
eingöngu á þeim sýklum sem þeim er
ætlað að útrýma heldur og á ýmsum
öðrum örverum sem lifa á og í
líkamanum. Sumar þessar örverur eru
líkamanum gagnlegar og jafnvel
ómissandi. Þar má sérstaklega nefna
ýmsa gerla sem lifa í heilbrigðum
þörmum bæði manna og dýra. Þessir
gerlar brjóta m.a. niður viss efni úr
fæðunni sem annars meltast ekki. Þeir
mynda ákveðin vítamín, aðallega úr B-
flokknum, t.d. folinsýru, inositol, B-1
og B-12 ásamt K-vítamíni, og þeir
mynda mjólkursýru sem heldur
sýrustigi líkamans hæfilega iágu til
þess að gerla- og sveppagróður þrífist
þar ekki.
Við notkun sýklalyfja er þessum
nauðsynlegu gerlum tortímt. Þá
gerbreytist ástandið í þörmunum til
hins verra. Sýrustigið hækkar og
sveppagróður, sem þolir sýklalyfin vel,
heldur innreið sína. í þeirri fylkingu er
gersveppurinn candida albicans
fremstur í flokki. Á skömmum tíma
leggur hann ristilinn undir sig og fer að
búa í haginn fyrir sig með því að taka
sykurefni úr fæðuleifunum og
umbreyta þeim í önnur efni sem sum
eru eitruð.
Sjúklingurinn verður oft breytinganna
var með þeim hætti að hann fær
heiftarlega iðrakveisu með sárindum í
endaþarmi og jafnvel lítils háttar
blæðingum.
Ég bið lesendur mína að rifja upp hvort
þeir kannist ekki við þessi einkenni
eftir að þeir höfðu fengið kúr af
„chloramphenicol", „penicillin",
„tetracyclin" eða öðru skyldu lyfi.
Sé lyfjagjöfinni hætt fljótlega lagast
ástandið stundum af sjálfu sér á
nokkrum dögum eða vikum en
stundum er skaðinn orðinn það mikill
að gerlagróðurinn getur ekki leiðrétt
sig hjálparlaust. Skapast þá varanlegt
ástand í þörmum þar sem hinum
náttúrulega gerlagróðri hefur verið