Heilsuvernd - 01.03.1991, Síða 23
útrýmt en sveppir og rotnunar-
bakteríur eru einráð.
Einkenni þess eru þrálátt harðlífi og/
eða niðurgangur eða þetta hvort-
tveggja til skiptis, mikill vindgangur
og uppþemba á kviði, oft með
einhverjum verkjum, og þegar lengra
líður frá, stundum ristilbólga,
ristilpokar og gylliniæð ásamt
almennum meltingartruflunum.
SVEPPURINiM FÆRIR ÚT
KVÍARNAR
Meltingartruflanir eru þó aðeins
toppurinn á ísjakanum. Eiturefni sem
candida-sveppurinn myndar í
þörmunum berast stöðugt út í
blóðrásina og valda þar margskonar
vandamálum sem gerð eru skil í
öðrum kafla.
Einnig færir sveppurinn stundum út
kvíarnar og sest að á nýjum svæðum.
Þetta á einkum við ef sjúklingurinn
fær áframhaldandi sýklalyfjameðferð,
því að þá eru eyðilagðir náttúrulegir
óvinir sveppsins sem varna því að
hann nái að fjölga sér um of.
Algengt er að þeir setjist að
í kynfærum kvenna, í munni
fólks, á fótum, í nárum og
holhönd og víðar og eru
þau einkenni oft augljós.
Önnur einkenni eru sjaldan
flokkuð sem slík enda þótt
þau séu oft ekki síður
alvarleg.
Árið 1951 var tekið í notkun
lyfið „nystatin" sem drepur
candida albicans-sveppinn.
Áður gat sveppasýking í
lungum valdið bráðum
bana en með þessu lyfi og
öðrum er oft hægt að ráða
niðurlögum sveppsins.
Sá galli fylgir þó lyfinu að
upptaka þess gegnum
meltingarfærin er mjög léleg svo að
sveppasýking annars staðar en í
meltingarfærum er oft erfið viður-
eignar og þarfnast langvarandi
lyfjagjafar.
EITUREFNIN BERAST ÚT í BLÓÐIÐ
Dr. C. 0. Truss hefur rannsakað
sveppasýkingu í fjölda ára. Hann segir
að candida-sveppurinn myndi eitur-
efni í þörmunum sem berist þaðan út í
blóðið. Einkum er það eitt ákveðið efni
sem hann telur líklegt að sé helsti
skaðvaldurinn en það nefnist
„acetaldehyd" og framleiða sveppirnar
þetta eiturefni er þeir nærast á
einföldum kolvetnum, t.d. sykri, er lítið
eða ekkert súrefni kemst að.
Venjulegir gersveppir, sem t.d. eru
notaðir við öl- og brauðgerð, mynda
þetta efni einnig sem millistig en breyta
því síðan í ethylalkohol, þ.e. vínanda.
Flestir stofnar af candida albicans eru
ófærir um að framleiða vínanda í nokkru
teljandi magni við þær aðstæður sem
eru í þörmunum. Þó hafa fundist stofnar
sem mynda nægilegt magn vínanda til
þess að hækkun áfengis mælist í blóði.
Þeir stofnar eru þó afar sjaldgæfir.
Venjulega ganga efnaferlin eins og hér
er sýnt: Pyruvat + H+ -» acetaldehyd
Eins og efnajafnan sýnir myndast
acetaldehyd og kolsýrugas. Kolsýran
veldur því mikla lofti í þörmum sem
oftast þjáir fólk með candida sýkingu.
Acetaldehydið berst gegnum þarma-
Gersveppir finnast venjuiega í
heilbrigðu fólki
O — vinsamlegir gerlar
— gersveppir
ö — sýklar
Meltingarfæri og kynfæri
heilbrigðrar konu.
veggina út í portæðina sem ber það til
lifrarinnar, en hún brýtur það niður í
önnur skaðlaus efnasambönd á meðan
geta hennar leyfir.
Sá ferill er allvel þekktur úr rannsóknum
á niðurbroti áfengis í líkamanum, en
acetaldehyd er fyrsta niðurbrotsefni
sem myndast þegar áfengi brotnar
niður í lifrinni og er af sumum talið vera
einn aðalskaðvaldurinn við ofnotkun
áfengis.
+ C02
Þegar sveppunum fjölgar
óeðlilega veikla þeir
ónæmiskérfið
o — vinsamlegir gerlar
Y — gersveppir
é — sýklar
Meltingarfæri og kynfæri
konu með sveppasýkingu.
Algengt er að
sveppurinn setjist
að í kynfærum
kvenna, í munni
fólks, á fótum, í
nárum, holhönd og
víðar...
23