Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 25

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 25
að taugaboðefnið acetyl-kolin verði óvirkt að meira eða minna leyti. Einnig er talað um truflandi áhrif acetaldehyds á svokallað „acetyl coenzym A" sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki. Flest þessi vandamál eru lík eða þau sömu og stafa af ofnotkun áfengis, en þau hafa verið rannsökuð allvel. Of langt mál er að gera þeim öllum skil hér enda tæplega á færi annarra en sérfræðinga að hafa gagn af þeim upplýsingum. Ekki má gleyma því að ýmis einkenni frá miðtaugakerfi geta stafað af ofnæmi sem orsakast af því að ónæmiskerfið starfar ekki rétt. Hin fjölmörgu dæmi um að ýmiss konar taugaveiklun og sál-líkamlegir sjúkdómar hafi læknast þegar sveppasýkingunni er útrýmt, gætu bent til þess að ofnæmi eigi drjúgan þátt í þeim sjúkdómum. OFIMÆMI Ýmiss konar ofnæmi eru þeir sjúkdómar sem algengast er að fylgi sveppasýkingu. Venjulega fylgja ofnæminu fleiri einkenni. Stundum lagast öll einkennin fljótlega eftir að meðferð gegn sveppunum er hafin. Allir sem þjást af ofnæmissjúkdómum ættu að reyna þá meðferð sem lýst verður síðar í þessari grein. Við ofnæmissjúkdómum eru oft notuð lyf sem deyfa ónæmisviðbrögð líkamans. Þessi lyf gera ástandið þó í raun og veru verra því að séu ónæmisviðbrögðin deyfð, slævast varnarviðbrögð líkamans og hann hættir að verja sig fyrir sveppunum sem þá fá óhindrað að eitra líkamann. Þannig er kominn í gang vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Margir telja að helsta vandamál langvarandi sveppasýkingar sé að líkaminn myndi ofnæmi gegn sveppunum sjálfum eða einhverjum efnum sem þeir mynda. í þeim tilfeilum nægir ekki að fækka sveppum þeim sem herja á líkamann heldur verður að útrýma þeim algjörlega, auk þess sem ekki má neyta neinnar fæðu sem sveppir eru í. Oft er ekki nóg að forðast candida- sveppi heldur þarf einnig að gæta sín á margs konar öðrum sveppum eins og t.d. ölgeri, brauðgeri, myglu og jafnvel ætisveppum auk þess sem öll sætindi eru bannvara. Af þessu leiðir að öll brauð bökuð með lifandi geri valda ofnæmisviðbrögðum og um öl, hvítvín, rauðvín, sherry og önnur vín sem framleidd eru með gerjun gegnir sama. máli. Reyndar eru gerjaðar matvörur svo stór liður í mataræði flestra að mjög erfitt er að setja saman algerlega gerlaust fæði. Dr. John Mansfield telur í bók sinni "Migrenbyltingin" að migren sé einn þeirra sjúkdóma sem tengjast candida-sýkingu. Hann notar m.a. tækni sem nefnd er " afvirkjun" (neutralization) í bókinni, til að "afnæma" fólk gegn ýmsum ofnæmisvöldum þ.á m. geri og gerjuðum matvælum. Aðferðin er útskýrð vel í bókinni og bendi ég lesendum, sem vildu kynna sér þessa tækni, að lesa bókina sem er hafsjór af fróðleik um ofnæmi og sveppasýkingu. Candida-sveppir geta birst í tvenns konar lífsformum. Venjulega eru þeir kúlulaga og hegða sér þá líkt og brauðger eða ölger. Stundum breyta þeir þó um lífsform og fara að skjóta þráðum, nokkurs konar rótaröngum, inn í umhverfi sitt, t.d. þarmavegg. Þræðirnir festa sveppinn við þarmavegginn og þar vaxa þeir inn í slímhúðina og geta tekið þaðan upp næringu. Við þetta veiklast slímhúðin og líkur benda til þess að það valdi því að hún verði gegndræpari, þannig að stórar sameindir, sem valdið geta ofnæmisviðbrögðum, berist úr þarmainnihaldinu út í blóðrásina, Ofnæmisviðbrögin geta komið fram í þörmunum sjálfum eða einhvers staðar annars staðar í líkamanum í óteljandi myndum. Talað hefur verið um að viss fæða dragi úr líkum á að sveppirnir „skjóti rótum" í þarmaveggina. T.d. er talið að olífuolía hindri þetta að einhverju leyti. Fitusýra sem nefnd er „capryl- sýra" er jafnvel notuð sem sveppalyf. Tengsl ofnæmis og sveppasýkingar eru svo náin og samtvinnuð að tæpast er hægt að ræða um annað nema 25

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.