Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 27

Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 27
vera gagnlegt sem sveppalyf. Má þar nefna fjallagrös, hreindýramosa og litunarmosa. Ásta Erlingsdóttir og börn hennar búa til seyði af íslenskum jurtum, sem að öllum líkindum er gagnlegt til að útrýma sveppum. Ennþá vantar þó rannsóknir til að sanna hvort þessar íslensku jurtir drepi sveppi eða geri gagn á einhvern annan hátt. Sumir sem notað hafa íslenskar jurtir telja þær mjög áhrifaríkar og jafnvel öflugri en sveppalyf úr apóteki. Kristín Ingólfsdóttir lyfjafræðingur hefur rannsakað íslenskar fléttur og fundið í þeim forvitnileg efnasambönd, sem m.a. sum hver virðast drepa sveppi. Samhliða því að útrýma sveppum úr meltingarfærunum þarf að „gróður- setja" „vinsamlega" þarmagerla. Heilmikið hefur verið skrifað um þarmaflóru og hlutverk hennar í heilbrigðri meltingarstarfsemi. Flestir mæla með að nota mjólkurgerilinn lactobacillus acidophilus. Af þessum gerli eru til fjölmörg afbrigði og nú á síðustu árum hafa verið sett á markað afbrigði sem sögð eru miklu þolnari gegn sýklalyfjum og öflugri heldur en venjulegir acidophilus- gerlar. Þessir gerlar ganga undir ýmsum nöfnum t.d. „megadophilus". Acidophilus og skyldir gerlar lifa aðallega í ristlinum og þeir komast lifandi gegnum meltingarfærin ef þeirra er neytt t.d. í acidophilusmjólk eða -jógúrt. Gerlar sem nefnast „bifidobacterium bifidum" eru einnig mikilvægir fyrir heilbrigða þarmaflóru. Þeir lifa aðallega í smáþörmunum og þeir komast einnig lifandi á sinn stað sé þeirra neytt. Nú eru á markaðinum a.m.k. tvær mjólkurafurðir sem sýrðar eru með áðurnefndum gerlum, þ.e. AB-mjóik og svokölluð þykkmjólk. Það ætti því að vera gott að nota þessar súrmjólkurafurðir samhliða eða eftir sýklalyfjagjöf. Rétt er að benda hér á að ekki er nóg að nota venjulega súrmjólk eða jógúrt sem oftast er sýrð með gerli sem heitir „lactobacillus bulgaricus". Þeir gerlar eru að vísu vinsamlegir gestir í þörmum okkar en þeir lifa þar ekki né tímgast og deyja því von bráðar. Acidophilus-gerlar og blanda þeirra og fleiri þarmagerla fást frostþurrkaðir í heilsufæðubúðum og sumum lyfjabúðum. Þeir sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að nota áðurnefndar súrmjólkurvörur geta notað þessa gerla til að leiðrétta óheilbrigða þarmaflóru t.d. eftir notkun sýklalyfja. SVEPPASÝKING OG MATARÆÐI Ég hef með vilja geymt þangað til síðast að ræða um mataræði og sveppasýkingu. Það er nefnilega þannig að næstum því ómögulegt er að gefa mataræðisleiðbeiningar sem henta öllum. Ég ætla þó að reyna að gefa ofurlitlar leiðbeiningar með þeim fyrirvara að engir tveir einstaklingar eru eins og þess vegna verður hver og einn að finna hvað honum hentar. Þessar leiðbeiningar verða því aðeins eins og rammi sem eftir er að fylla út í af einstaklingnum sjálfum. Candida-sveppir nærast einkum á sykri og sætindum. Því ætti að forðast öll matvæli sem innihalda hvers konar sykur, einnig sæta ávexti. Mjög margir sem þjást af sveppum í meltingarfærum eða annars staðar hafa myndað ofnæmi eða óþol, ekki aðeins gegn candida-sveppum, heldur einnig gegn alls konar gerjuðum vörum t.d. brauðum bökuðum með lifandi geri, ölgeri, öli, öllum vínum en þó sérstaklega rauðvíni og hvítvíni og margs konar freyðivínum, þurrkuðum ávöxtum sem innihalda náttúrulegt ger og öllum gerjuðum matvælum, auk þess alls konar vítamínum unnum úr ölgeri. Þá hafa sumir myndað ofnæmi gegn myglusveppum í umhverfi eða matvælum og jafnvel ætisveppum. Þetta verður hver og einn að prófa sjálfur og haga mataræði sínu eftir því. Alls konar annað fæðuofnæmi er algengt en það er mjög einstaklings- bundið og því útilokað að gefa neinar EINKENNIN: Hér á eftir fer skrá yfir nokkur einkenni sem vitað er um að hafi lagast við að sveppasýking var læknuð: Höfuðverkur margs konar. Truflanir á sjón- og heyrnarskynjun. Minnisleysi og skortur á einbeitni. Sjálfsmorðstilhneigingar. Þunglyndi og kvíði, svefnleysi. „Tilfinningavandamál". „Sál-líkamlegir" sjúkdómar. Astma og exem, einnig í börnum. Ýmiss konar annað ofnæmi. Liðagigt og fleiri gigtarsjúkdómar. Óreglulegar blæðingar. Verkir á undan tíðablæðingum. Blöðrubólga. Bólga í leggöngum. Tásveppir og munnsveppir. Ristilbólga. Bjúgur, uppsöfnun á vatni. Heila- og mænusigg. Loftmyndun í þörmum. Niðurgangur og harðlífi. Þessi listi er alls ekki tæmandi, en sýnir þó að einkenni sveppasýkingar geta verið með ýmsu móti. 27

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.