Heilsuvernd - 01.03.1991, Qupperneq 39
GETNAÐARVARNIR TIL FORNA
- afskaplega óöruggar
Óæskilegar barneignir
hafa verið fólki áhyggju-
efni allt frá upphafi
siðmenningar. Og þó að
öruggar getnaðarvarnir
hafi ekki komið fram á
sjónarsviðið fyrr en á
þessari öld, hafa menn
um árþúsundir reynt að
stemma stigu við gangi
náttúrunnar.
Elstu heimildir um
getnaðarvarnir eru nærri
fjögur þúsund ára gamlar
og hafa mörg ráð verið
reynd í gegnum tíðina.
Eina óbrigðula ráðið var
þá, eins og nú, samfara-
bindindi. Munu kirkjufeð-
ur á miðöldum hafa
haldið þessu ráði mjög
að fólki enda var það álit
þeirra að kynlíf, sem
menn stunduðu sér til
afþreyingar einnar
saman, væri Guði lítt
þóknanlegt en skrattan-
um til skemmtunar.
En mannleg náttúra lætur
sjaldnast að sér hæða og
því reyndu menn það sem
hendi var næst og þjóð-
trúin bauð, sem dæmi er
sagt að grískar konur hafi
fyrr á tímum notað
börkinn af hálfri sítrónu
sem hettu.
Rofnar samfarir eru ein
elsta aðferðin til getnað-
arvarna, en hún felst í því
að maðurinn dregur lim
sinn út úr konunni áður
en hann fær sáðlát. Sem
getnaðarvörn er þetta þó
ekki sérlega örugg aðferð.
Líkur á þungun eru um
40%, auk þess sem
aðferðin er fremur
óþægileg fyrir báða aðila.
Kvikasilfur ...
Það var álitið gott ráð til
að stemma stigu við
barneignum að rista lítinn
skurð á kálfa eða innan-
vert læri og láta þar í
svolítið af kvikasilfri. Gilti
þessi aðferð bæði fyrir
konur og karla og hefur
sennilegast verið áhrifa-
ríkust ef báðir aðilar voru
svo útbúnir.
En slík var fáfræðin á
okkar mælikvarða, að
með ráði þessu fylgdu
gjarnan uppskriftir að því
hvernig átti að búa til
kvikasilfur, en það skal
tekið fram að kvikasilfur
er frumefni og því ekki
hægt að búa það til.
Þá voru blý, járn og aðrir
málmar einnig álitnir
áhrifaríkir og mun tinnu-
steinn hafa verið vinsæll
hérlendis.
Báru menn slíka málma á
sér innanklæða og best
var að geyma barnfælinn
málminn í þar til gerðum
hjartarskinnspungi.
... Og hrútshland!
Lítið er vitað hvort
íslendingar hafi notað
svampa eða efnisbúta
vætta jurtavökvum eins
og tíðkaðist erlendis um
aldir. Hitt er þó vitað að
hrútshland var sagt hollur
drykkur þeim konum sem
ekki hugðu á frekari barn-
eignir. Hvort margar hafa
svo drukkið mjöðinn skal
ósagt látið, enda er hér
byggt á þjóðsögum og
annarri munnlegri
geymd.
Lítið er einnig vitað um
útbreiðslu smokksins hér
á landi, en hann var
fundinn upp snemma á
miðöldum. Þar sem menn
kunnu lítt með gúmmí að
fara í þá daga og þekktu
ekkert til gerviefna, var
smokkurinn gerður úr
dýragörnum. Má merki-
legt vera ef einhver
íslendingurinn hefur ekki
komið auga á þetta
notagildi garnanna við
lundabaggagerð að
hausti þótt heimildir um
slíkt séu engar.
Garnirnar voru af skiljan-
legum ástæðum ekki
sérlega öruggar fremur
en þær fornu varnir sem
hér hafa verið nefndar.
Nútímamaðurinn - já, og
raunar fyrst og fremst
nútímakonan, - geta því
verið ánægð með um-
talsvert framboð á
getnaðarvörnum gegn
ómegð og ótímabærum
getnaði en ánægja og
ábyrgð hljóta þó alltaf að
haldast í hendur.
Heimildir:Bæklingar
Landlæknisembættisins um
getnaðarvarnir,
Heimilislæknirinn,
Lækningahandbókin - Erik
Bostrup,
Nýi kvennafræðarinn,
Islenska kynlífsbókin - Óttar
Guðmundsson,
Takmörkun barneigna, grein
í Mbl. - Þórarinn Guðnason,
Merkisdagar á mannsævinni
- Arni Björnsson.
Morgunblaðið 12. apríl 1990,
Sigmundur Guðbjarnason liáskólarektor:
„Dagleg neysla á 0,5-1.0 gmmmi af OMEGA-
i fitusýrum gœti minnkað líkurnar á
dauðsföllum miðaldra Bandaríkjamanna af
völdum hjarta- og kransœðasjúkdóma um
40%, auk þess seni nýjar niðurstöður bendi til
þess að þœr geti dregið úr dauðsföllum af
völdum krabbameins. Þá er einnig vaxandi
áliugi á rannsóknum þar sem OMEGA-3 eru
notaðar við liðagigt, allskyns húðsjúkdómum
og krabbameini”.
Dagblaðið 6. nóv. 1990,
Jón Erlingur Jónasson líffrœðingur:
„ Aður en lœknavísindin gátu sýnt fram á
hinar lífeðlisfrœðilegu orsakir hjarta- og
œðasjúkdóma höfðu miklar rannsóknir verið
gerðar á tengslum matarœðis og tíðni þessara
sjúkdóma og á því hverjir væru helstu
áhœttuþœttimir. Þessir sjúkdómar valda nú
um 45% af öllum dauðsföllum í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum. Rannsóknir á
sjúdómatíðni meðal Eskimóa á Grœnlandi
liöfðu afgerandi álirif á vitneskju manna á
þessum málum. Þessar rannsóknir sýndu að
allt önnur hlutjöll voru á milli tíðni sjúkdónm
hjá þessu fólki en hjá iðnaðarþjóðum
Vesturlanda. Þœr sýndu ekki aðeins að
óvenjulítið var um hjaila- og œðasjúkdóma
heldur einnig að sérstaklega lítið var um
astma, psoriasis, sykursýki og einnig
hlutfallslega fœrri tilfelli af sjúdómum af
völdum sjálfsofncemis”.
39