Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 41

Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 41
ekki, íslendingar gátu ekki lagt sér svona illgresi og óæti til munns, en héldu sig við siginn fisk, hákarl og kæsta skötu - og þar við situr enn í dag hvað túnfífilinn varðar. Ef einhvern lesenda skildi nú langa til að reyna uppskriftir með fíflablöðum, vil ég vísa á grein Kristínar Gestsdóttur og Sig. Þorkelssonar í garðyrkjuritinu 1987, bls. 113 - 116. Verði ykkur að góðu. Túnfífillinn er hið ágæt- asta blóðþynningarlyf og því er fólki sem hætt er við blóðtappa eða kransæðastíflu ráðlegt að neyta hans. Einnig hefur túnfífillinn reynst gott gigtarlyf og er nú farið að pressa túnfífil í pillur sem seldar eru í apótekum í Danmörku og víðar. Þessar pillur er þó enn ekki farið að selja hér á landi. Túnfífillinn eyðir bólgumog kláða og örvar hægðir og þvaglát. Besta er að taka hann fyrir blómgun. Úr blómknöppum túnfífilsins má brugga Ijúffengt og áhrifaríkt fíflavín. En hvað sem öllu líður er túnfífillinn eitt af okkar fegurstu blómum og líklega eitt hið víðförlasta - alheimsborgari - að minnsta kosti um allt norðurhvel jarðar. Um margar aldir hafa litlar hendur borið mömmu fyrstu vorkveðjuna með sólgulum túnfíflavendi. Ég gef séra Birni síðasta orðið um það efni: „Af fegurd þessarar urtar er komid máltækid sem menn brúka, þegar hagr manns gengr saman og er ei lengr í blóma: „Hann má muna sinn fífil fegri".

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.