Fréttablaðið - 18.12.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 18.12.2021, Síða 4
Íslenska ríkið mun una niður- stöðu Landsréttar í bóta- málum Guðmundar- og Geirfinnsmála. Um hæstu miskabætur í Íslandssögunni er að ræða. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL „Ríkið mun ekki áfrýja þessari niðurstöðu Landsréttar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um dóma Landsréttar í bótamálum Kristjáns Viðars Júlíussonar og Guð- jóns Skarphéðinssonar vegna Guð- mundar- og Geirfinnsmála. Katrín segir lögfræðinga ríkisins eiga eftir að fara heildstætt yfir málið, en henni sýnist dómarnir snúast að mestu leyti um hvernig meta eigi miska til fjár við fordæma- lausar aðstæður. „Við fögnum því að dómur liggi fyrir en höfum auðvitað lagt áherslu á að engar fjárhæðir gætu bætt þann miska sem viðkomandi urðu fyrir, en gerðum okkar besta við að móta þær fjárhæðir. Nú hefur Landsréttur kveðið upp dóm og það liggur fyrir að bætur eru hærri en það sem framkvæmdavaldið taldi sér fært að bjóða, en fjárhæðirnar í þessum nýju dómum eru hæstu miskabætur sem dæmdar hafa verið af íslensk- um dómstólum,“ segir Katrín. Hún fagnar því að niðurstaða dómstóla liggi nú fyrir um hvað geti talist sanngjarnar bótafjárhæðir í málinu. „Það er mjög gott að fá þetta dómsorð og vonandi að það verði hluti af lúkningu í þessu erfiða máli,“ segir Katrín. Með dómum Landsréttar í gær voru Kristjáni Viðari dæmdar 350 milljónir í bætur og Guðjóni Skarp- héðinssyni 260 milljónir. Í báðum tilvikum koma til frádráttar þær bætur sem þeim höfðu þegar verið greiddar vegna málsins. Lögmenn Guðjóns og Kristjáns Viðars segjast sáttir við þessar mála- lyktir og gera heldur ekki ráð fyrir áfrýjun til Hæstaréttar. „Það má segja að réttarríkið hafi staðist þessa prófraun með því að dæma þarna ríf legar bætur fyrir þann miska sem minn umbjóðandi varð fyrir á sínum tíma og í raun- inni alla sína ævi síðan, en hann lést í vor,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Kristjáns Viðars. „Það eru stór orð notuð í for- sendum dómsins um framgöngu ríkisins gagnvart þessu fólki og ég er ánægður með að það sé viðurkennt í þessum dómi.“ Í dómum Landsréttar er meðal annars byggt á því að tímalengd einangrunar þeirra beggja og aðstæður í Síðumúlafangelsi hafi falið í sér ‘vanvirðandi meðferð‘ í skilningi 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fátítt er að kveðið sé svo fast að orði í íslenskum dómum, en umrædd ákvæði taka til pyndinga, ómannúðlegrar eða vanvirðandi meðferðar eða refsingar. Þá féllst Landsréttur ekki á að lækka ætti bætur til þeirra á grund- velli eigin sakar, en í dómunum segir að ríkið hafi ekki fært nægj- anleg rök fyrir háttsemi þeirra við rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi hafi leitt til sakfellingar þeirra í málinu á sínum tíma eða að þeir hafi sjálfir valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem bótakröfurnar eru reistar á. Því verði bótakröfur þeirra ekki lækkaðar á grundvelli eigin sakar. Ragnar segir dóminn bæði sögu- legan og fordæmisgefandi. „Eitt af því sem er gagnlegt við svona dóma er að þeir eiga að hafa áhrif á hegðan embættismanna, bæði rannsóknarmanna, lögreglu og dómara, þegar svona mál koma upp,“ útskýrir Ragnar. Enn á eftir að kveða upp dóm í máli Erlu Bolladóttur sem freistar þess enn að fá sinn þátt málsins end- urupptekinn. Þá er bótamál tveggja afkomenda Sævars Ciesielski enn til meðferðar fyrir dómi. n Það er mjög gott að fá þetta dómsorð og vonandi að það verði hluti af lúkningu í þessu erfiða máli. Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 960.000 KR VSK VERÐHÆKKUN UM ÁRAMÓT* A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.999.000 KR. JEEP RENEGADE TRAILHAWK TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.199.000 KR. *Verð á Compass og Renegade hækkar um 480.000-960.000 um áramótin, vegna VSK hækkana. Nánari útskýringar fást hjá sölumönnum. ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU Katrín fagnar dómsorði um bætur Máli Tryggva Rúnars áfrýjað „Þetta eru sár vonbrigði. Í niðurstöðunni felst að ríkið hafi fjárhagslegan ábóta af andláti manns, sem það hefur orðið uppvíst að því að pynta,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar. Ríkið var sýknað af bótakröfu Tryggva Rúnars, á þeim forsendum að krafa um miskabætur erfist ekki til dánarbús nema að mál sé höfðað um kröfuna áður en viðkomandi lést, líkt og í tilviki Kristjáns Viðars. Páll segir fá fordæmi um slík miskabótamál og engin fordæmi um bótaskyldu út af rangri sakfellingu og erfðum. „Þannig að þetta mál er einstakt að þessu leyti. Frá upphafi var lagt upp með að taka málið alla leið og í ljósi þess geri ég ráð fyrir að málinu verði áfrýjað.“ Landsréttur málar dökka mynd af áhrifum málsins „Ljóst er að sakfellingardómur þar sem Kristján Viðar var dæmdur fyrir tvö manndráp og sú opinbera umræða sem málið hlaut, litaði líf hans allt frá því að hann stóð á tvítugu þar til hann var kominn á sjötugsaldur. Af öllu framangreindu er ljóst að málið varpaði miklum skugga á líf Kristjáns Viðars. Hefur hann þannig til viðbótar við miska vegna frelsissviptingar þurft að þola umtalsvert miska- tjón vegna sakfellingarinnar sjálfrar, sem reist var á rannsókn og málsmeðferð sem ekki var að öllu leyti í samræmi við þágildandi lög um meðferð opinberra mála." arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir mansal með því að hafa neytt fjögur stjúpbörn sín til að vinna til að hún gæti reist sér hús erlendis. Greint var fyrst frá því í kvöld- fréttum RÚV í gær að þetta sé í fyrsta sinn í áratug sem ákært sé fyrir mansal hér á landi. Konunni er gefið að sök að hafa flutt börnin til Íslands og látið þau vinna allt að 13 tíma á dag hjá fyrirtæki þar sem hún stýrði daglegum rekstri. Konan, sem er íslensk, á svo að hafa tekið laun þeirra, rúmar 16 milljónir króna. Börnin fara fram á 29 milljónir króna frá henni. n Ákærð fyrir mansal elinhirst@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það var farið með stórar sendingar af gjöfum til barna og unglinga til Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Fjöl- skylduhjálpar Íslands í gærmorg- un,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. „Þetta var ekki fyrsta ferðin, en sú stærsta í vikunni.“ Jólagjafasöfnun fyrir bág- stödd börn sem fór dapurlega af stað í byrjun, hefur nú tekið stóran kipp. „Það er augljóst að Íslendingar eru ekki að gleyma sínum minnstu. Við erum eiginlega djúpt snortin.“ n Söfnunin tók kipp Starfsfólk Kringlunnar í óðaönn að ganga frá sendingu til barna. Arnar Þór Stefánsson var hóflega bjartsýnn fyrir dómsuppsögu í gær. Hann segir dóminn sigur fyrir réttarríkið. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐALHEIÐUR arib@frettabladid.is COVID-19 Allir þingmenn verða kall- aðir í hraðpróf á mánudag eftir að þrír þingmenn og tveir starfsmenn þingf lokka greindust smitaðir af Covid-19 í gær. Alþingi á eftir að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir áramót. Smitaðir þingmenn munu kalla inn varamenn. n Smit á Alþingi 4 Fréttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.