Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 10
Húsið var metið óíbúð-
arhæft og verðlaust.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Heimsmarkmiðasjóður
atvinnulífs
um þróunarsamvinnu
Stjórnarráð Íslands
Utanríkisráðuneytið© World Bank
Photo Collection
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að vinna að framgangi heims-
markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir
eru úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.
Fyrirtæki leggja þannig af mörkum við að draga úr fátækt
og stuðla að sjálfbærni með eflingu atvinnu- og viðskiptalífs
í þróunarlöndum. Um leið auka þau samkeppnishæfni sína á
framtíðarmörkuðum. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni
stuðli að jafnrétti kynjanna og að jákvæðum umhverfis- og
loftslagsáhrifum.
• Allar upplýsingar er að finna í verklagsreglum og lista yfir
gjaldgeng samstarfslönd undir www.utn.is/atvinnulifssjodur
• Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt
hins opinbera: www.island.is/atvinnulifssjodur
• Styrkir verða auglýstir þrisvar sinnum á árinu 2022 með
umsóknarfresti 3. febrúar, 3. maí og 3. október 2022.
• Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið
atvinnulifssjodur@utn.is
Ný rannsókn á setlögum á
Austurey sýnir að kindur, og
þar með fólk, var í Færeyjum
í kringum 500 eftir Krist,
áður en víkingarnir komu til
eyjanna. Nýlátinn vísinda-
maður hafði áður komið fram
með sams konar tilgátur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
FÆREYJAR Rannsóknir á færeyskum
kindaskítsleifum hafa leitt í ljós
að landnám í eyjunum hófst fyrr
en áður var talið. Nánar tiltekið í
kringum árið 500 eftir Krists burð,
en ekki um 800, þegar vitað er að
Norrænir menn námu land. Rann-
sóknin var gerð af vísindamönnum
við Wyoming-háskóla í Bandaríkj-
unum á setlögum úr stöðuvatni.
„Hvert okkar í teyminu notar
mismunandi aðferðir til að greina
setlögin og við fáum skilning á því
hvernig umhverfið hefur breyst,
meðal annars með tilkomu fólks,“
sagði jarðfræðingurinn Lorelei
Curtin, sem leiddi rannsóknina, við
sjónvarpsstöðina CNN. En teymið
naut stuðnings fornleifafræðingsins
Simun Arge hjá þjóðminjasafni Fær-
eyja. Rannsóknin var birt á fimmtu-
dag í tímaritinu Communications
Earth & Environment.
Til eru skrif legar heimildir frá
munkum á Bretlandseyjum, sem
segja frá tilvist eyja sem gætu vel
Kindaskítur kollvarpar vitneskju
vísindamanna um landnám Færeyja
Ekki er líffræði-
leg vitneskja um
nein spendýr í
Færeyjum fyrir
landnám.
MYND/HÓLM-
FRÍÐUR HELGA
SIGURÐARDÓTTIR
verið Færeyjar, eldri en landnám
Norrænna manna. Hin nýju gögn
renna stoðum undir þessar frásagnir
þó að þau segi ekki til um hverrar
þjóðar fólk átti umræddar rollur.
Rannsóknin fór fram á set-
lögum í stöðuvatni við bæinn Eiði
á Austurey, næststærstu og næst-
fjölmennustu eyju Færeyja. Borað
var tæplega þrjá metra ofan í botn
stöðuvatnsins til að sækja setlög,
sem sýna 10 þúsund ára umhverfis-
sögu vatnsins og umhverfisins í
kring.
Klár ummerki um kindaskít
fundust í setlögunum, á dýpi sem
hægt var að rekja til árabilsins 492
til 512 eftir Krist. Hægt er nema
dýrategundina út frá líffræðilegum
eiginleikum skítsins og greiningu
á erfðaefni, en engin spendýr voru
á Eyjunum fyrir þennan tíma. Hið
þekkta íslenska landnámsöskulag,
úr stórgosi á Veiðivatna- og Torfa-
jökulssvæðinu með miklu gjósku-
falli, var notað til þess að reikna út
ártöl sem kindaskíturinn varð til á.
Skoski fornleifafræðingurinn
Kevin Edwards rannsakaði bygg í
Færeyjum árið 2013 og kom þá með
tilgátu um að breytingarnar á gróðri
væru slíkar að mjög líklegt væri að
landnám eyjanna hefði orðið löngu
fyrir tíma víkinga, jafnvel 300 árum
eftir Krist. Gögn úr hinni nýju rann-
sókn eru meira afgerandi, en sú
rannsókn er tileinkuð Edwards,
sem lést fyrr á þessu ári.
Rannsóknin sýnir hins vegar
engin merki um kindur eftir þennan
tíma. Það rímar einnig vel við rann-
sókn Edwards, sem sýndi byggið
hverfa á tiltölulega skömmum
tíma. Miðað við þetta má gera ráð
fyrir því að landnám þessa ókunna
fólks hafið dáið út milli 500 og 600
eftir Krist, 200 árum fyrir landnám
víkinganna. n
kristinnhaukur@frettabladid.is
NORÐURLAND Hreinsun hefst brátt
á svæðinu á Hofsósi þar sem bensín-
leki úr tanki N1 olli miklu mengun-
arslysi fyrir meira en tveimur árum
síðan. Matsgerð er nýlokið fyrir tjón
sem tvær fjölskyldur urðu fyrir.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
annarrar f jölskyldunnar, segir
umbjóðendur sína ósátta við mats-
gerðina, því ekki hafi verið komið til
móts við þörf þeirra fyrir nýtt hús.
Verið sé að reyna að ná samkomu-
lagi við N1 en upphæðir verði ekki
gefnar upp að svo stöddu.
„Húsið var metið óíbúðarhæft og
verðlaust,“ segir Ragnar. Fjölskyldan
hafi ekki getað verið heima hjá sér í
meira en tvö ár og fari ekki þangað
á næstunni. Þau hafi búið í upp-
gerðu sumarhúsi í nágrenni Hofsóss
þennan tíma.
Í nóvember gaf Umhverfisstofn-
un N1 út fyrirmæli um hreinsun,
byggðum á úrbótaáætlun sem N1 lét
gera. Sveitarfélagið hefur samþykkt
framkvæmdaáætlunina og hreinsun
getur hafist. Forsvarsmenn sveitar-
félagsins eru hins vegar ekki að öllu
leyti sáttir við málalyktir.
„Þarna eru fyrirmæli um loft-
skipti, undirþrýsting og slíkar
aðgerðir sem geta tekið allt að
tveimur árum. Við vildum frekar
jarðvegsskipti,“ segir Sigfús Ingi Sig-
fússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.
Hann segir þetta ekki tekið úr
lausu lofti, heldur hafi sú verkfræði-
stofa sem unnið hafi rannsóknir
fyrir sveitarfélagið, talið jarðvegs-
skipti mun öruggari. Harmar sveit-
arstjórnin að Umhverfisstofnun
hafi ekki tekið tillit til óska sveitar-
félagsins nema að litlu leyti.
Samkvæmt Sigfúsi hafa kærumál
gagnvart N1 ekki verið útilokuð.
„Við erum að skoða það. Við höfum
ráðist í mikinn kostnað vegna rann-
sókna og lögfræðivinnu. Við erum
eigendur lóðanna og götunnar
þannig að við áskiljum okkur allan
rétt til að endurkrefja allan þann
kostnað sem fellur á okkur,“ segir
hann. n
Þolendur bensínlekans
ósáttir við matsgerðina
Bensínleki úr tanki N1 olli mengunarslysi fyrir meira en tveimur árum síðan.
FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR
arib@frettabladid.is
SAMGÖNGUMÁL Gera má ráð fyrir
bikblæðingum á vegum á Norður-
landi um helgina miðað við veður-
spár. Samkvæmt Vegagerðinni
hefur orðið vart við blæðingar á
Þverárfjalli og Hámundastaðahálsi.
Rúmlega 230 ökutæki urðu fyrir
tjóni af völdum bikblæðinga á
Norður- og Vesturlandi í desember
í fyrra. Greiddi Vegagerðin tjón upp
á tæpar 30 milljónir króna.
Fram kemur í svari Vegagerðar-
innar við fyrirspurn Fréttablaðsins
að örfáar tilkynningar hafi borist í
haust, en í þeim tilfellum hafi ekki
verið staðfest að um blæðingar hafi
verið að ræða. n
Blæðingar verða
norðanlands
Tjara á bílskúrsgólfi í Kópavogi í
október. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Rúmlega 230 ökutæki
urðu fyrir bikblæðinga-
tjóni í desember 2020.
10 Fréttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ